Matej Podlogar kom slóvenska liðinu í 1-0 á 34. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks.
Noah Holm kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Rosenborg, og það tók hann ekki nema rúmar tvær mínútur að koma boltanum í netið og jafna leikinn.
Stefano Vecchia tryggði svo 2-1 sigur Rosenborg þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.
Hólmar Örn spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá norska liðinu, en Rosenborg mætir Rennes frá Frakklandi eftir rúma viku í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.