Telur að lykkja á línu John Snorra hafi reynst örlagarík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:36 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Ali lést einnig á fjallinu. Elia Saikaly Úkraínski fjallgöngugarpurinn Valentyn Sypavin telur að John Snorri Sigurjónsson hafi lent í eins konar sjálfheldu eftir að línan sem hann hékk í á niðurleið niður K2 hafi verið föst í lykkju. Hann telur ólíklegt að John Snorri hafi haft þrek til þess að koma sér úr þessum aðstæðum. Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér. Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sypavin greinir frá þessu í færslu á vef Explorers Web, þar sem hann reynir að varpa ljósi á það hvað varð til þess að John Snorri, liðsfélagi hans Ali Sadpari og fjallgöngumaðurinn Juan Pablo Mohr létust á K2, næsthæsta fjalli heims, í febrúar. Hann segir að svara þurfi þeirri spurningu hvort að John Snorri og félagar hafi komist upp á topp K2 eða ekki, auk þess sem að varpa þurfi á ljósi hvað hafi gerst á niðurleiðinni. Segir Sypavin að augljóst sé að þeir hafi verið á niðurleið. Í færslunni segist hann hafa klifrað upp að líkum Johns Snorra, Sadpari og Mohr til þess að reyna að finna svör við þessum spurningum. Segir Sypavin að John Snorri hafi verið tengdur við líflínu sem hafi verið fest við fastalínu sem hafi verið komið fyrir á leiðinni upp tindinn. Á leiðinni niður hafi fasta línan flækst í snjóakkeri og myndað lykkju, sem hafi orðið til þess að John Snorri sat fastur. Telur Sypavin líklegt að John Snorri hafi annað hvort ekki áttað sig á þessu, eða að hann hafi ekki haft þrek til þess að koma sér út úr aðstæðunum, enda hafi hann þurft að klifra upp um þrjá metra með því að nota tærnar á ísbroddum sínum, sem hefði reynst afar erfitt. Sjálfur spyr Sypavin sig hvort að þeir hafi náð toppi fjallsins. Hann virðist þó ekki hafa svarið við þeirri spurningu en ljóst sé að mögulega geti ljósmyndir og myndbönd sem leynist í búnaði sem endurheimtur hafi verið, geti varpað ljósi á það. Lesa má færslu Sypavin hér.
Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20 Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1. ágúst 2021 10:20
Fundu síma og tækjabúnað Johns Snorra Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður göngugarpsins John Snorra hefur nú fundist. Þessu greinir félagi Johns Snorra frá á Twitter-síðu sinni. 31. júlí 2021 17:11
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50