Lof og last 16. umferðar: Sigurður Heiðar, Skagamenn skoruðu mörkin, óvæntur Rodri og frammistaða HK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2021 14:11 Sigurður Heiðar stýrði Leikni til sigurs gegn Íslandsmeisturum Vals um helgina. Vísir/Hulda Margrét 16. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Varnarleikur Leiknis og kænska Sigurðar Nýliðar Leiknis Reykjavíkur seldu Sævar Atla Magnússon - sinn langbesta mann á tímabilinu - til Danmerkur á dögunum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari, brást við með því að breyta um leikkerfi er Íslandsmeistarar Vals heimsóttu Breiðholtið. Fór það svo að Leiknir hélt hreinu – eitthvað sem ekkert lið hafði gert í meira en 12 mánuði gegn Val – og skoraði eitt glæsilegt mark. Varnarleikurinn upp á 10 og það virðist sem Sigurður Heiðar geti vart tekið ranga ákvörðun er kemur að liði sínu. Gulir og glaðir „Skagamenn skoruðu mörkin“ segir í laginu fræga og það gerðu þeir svo sannarlega þegar HK kom í heimsókn upp á Skipaskaga. Um var að ræða leik neðstu tveggja liða deildarinnar en það var ekki að sjá á spilamennsku heimamanna. Skagamenn léku með sjálfstrausti sem hefur ekki sést oft á tímabilinu og unnu frábæran 4-1 sigur þökk sé frábærri frammistöðu frá aftasta manni til þess fremsta. Skagamenn halda því enn í vonina að halda sæti sínu í deildinni. Rodrigo Gomes Mateo KA sótti stig í Fossvoginn eftir að hafa átt í stökustu vandræðum framan af leik. Akureyringar geta þakkað Rodri fyrir stigið en þessi stóri og stæðilegi leikmaður skoraði tvennu í leiknum. Fyrir mann sem hafði skorað sex mörk í 142 leikjum til þessa á Íslandi verður það að teljast nokkuð gott að tvö hafi komið í einum og sama leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson Fyrirliði Breiðabliks virðist njóta sín hvað mest í frábæru liði Breiðabliks um þessar mundir. Höskuldur skoraði tvö mörk er Breiðablik vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Hann var nálægt því að skora þrennu en Arnari Darri Pétursson varði góða aukaspyrnu Höskuldar undir lok leiks. Hægt væri að taka fleiri leikmenn Blika fyrir eða einfaldlega liðsheildina en Höskuldur fær hrósið að þessu sinni. Baráttuandi Stjörnumanna Það er vissulega erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir á heimavelli en Stjarnan sýndi þó smá lífsvilja undir lok leiks gegn Blikum. Það var ljóst að mönnum var ekki alveg sama og höfðu lítinn áhuga að því að endurtaka leikinn fyrr á tímabilinu þar sem Breiðablik vann þægilegan 4-0 sigur. Last Andleysti Stjörnunnar framan af Eins og undirritaður nefndi er erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir. Frammistaða Stjörnunnar framan af leik var ekki boðleg og ekkert í líkingu við það sem við erum vön að sjá þegar heimamenn stíga á teppið í Garðabænum. Guðmundur Kristjánsson Guðmundur átti að mörgu leyti fínan leik í hjarta varnar FH er liðið sótti stig í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fékk þó tvö gul spjöld í síðari hálfleik sem þýddi að hans menn voru manni færri í drykklanga stund. Síðara spjaldið var klaufalegt en Guðmundur reif þá í Pálma Rafn Pálmason sem féll í jörðina og í kjölfarið fékk miðvörðurinn sitt annað gula spjald. Með fullri virðingu fyrir Pálma Rafni þá er hann kominn af sínu léttasta skeiði og var lítil hætta er Guðmundur togaði í hann við miðlínu. Hugmyndaleysi KR manni fleiri KR-ingar virtust ekki hafa hugmynd um hvernig þeir ættu að sækja þrjú stig eftir að FH var manni færri í leik liðanna um helgina. Liðið virkaði þreytt og þungt er það reyndi að sækja sigurmark og áttu FH-ingar ekki í miklum vandræðum með að verja stigið. Frammistaða HK Að tapa 4-1 í sex stiga botnbaráttuslag er einfaldlega ekki boðlegt. Flóknara er það ekki. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28 Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Lof Varnarleikur Leiknis og kænska Sigurðar Nýliðar Leiknis Reykjavíkur seldu Sævar Atla Magnússon - sinn langbesta mann á tímabilinu - til Danmerkur á dögunum. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari, brást við með því að breyta um leikkerfi er Íslandsmeistarar Vals heimsóttu Breiðholtið. Fór það svo að Leiknir hélt hreinu – eitthvað sem ekkert lið hafði gert í meira en 12 mánuði gegn Val – og skoraði eitt glæsilegt mark. Varnarleikurinn upp á 10 og það virðist sem Sigurður Heiðar geti vart tekið ranga ákvörðun er kemur að liði sínu. Gulir og glaðir „Skagamenn skoruðu mörkin“ segir í laginu fræga og það gerðu þeir svo sannarlega þegar HK kom í heimsókn upp á Skipaskaga. Um var að ræða leik neðstu tveggja liða deildarinnar en það var ekki að sjá á spilamennsku heimamanna. Skagamenn léku með sjálfstrausti sem hefur ekki sést oft á tímabilinu og unnu frábæran 4-1 sigur þökk sé frábærri frammistöðu frá aftasta manni til þess fremsta. Skagamenn halda því enn í vonina að halda sæti sínu í deildinni. Rodrigo Gomes Mateo KA sótti stig í Fossvoginn eftir að hafa átt í stökustu vandræðum framan af leik. Akureyringar geta þakkað Rodri fyrir stigið en þessi stóri og stæðilegi leikmaður skoraði tvennu í leiknum. Fyrir mann sem hafði skorað sex mörk í 142 leikjum til þessa á Íslandi verður það að teljast nokkuð gott að tvö hafi komið í einum og sama leiknum. Höskuldur Gunnlaugsson Fyrirliði Breiðabliks virðist njóta sín hvað mest í frábæru liði Breiðabliks um þessar mundir. Höskuldur skoraði tvö mörk er Breiðablik vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabænum. Hann var nálægt því að skora þrennu en Arnari Darri Pétursson varði góða aukaspyrnu Höskuldar undir lok leiks. Hægt væri að taka fleiri leikmenn Blika fyrir eða einfaldlega liðsheildina en Höskuldur fær hrósið að þessu sinni. Baráttuandi Stjörnumanna Það er vissulega erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir á heimavelli en Stjarnan sýndi þó smá lífsvilja undir lok leiks gegn Blikum. Það var ljóst að mönnum var ekki alveg sama og höfðu lítinn áhuga að því að endurtaka leikinn fyrr á tímabilinu þar sem Breiðablik vann þægilegan 4-0 sigur. Last Andleysti Stjörnunnar framan af Eins og undirritaður nefndi er erfitt að hrósa liði sem lendir 0-3 undir. Frammistaða Stjörnunnar framan af leik var ekki boðleg og ekkert í líkingu við það sem við erum vön að sjá þegar heimamenn stíga á teppið í Garðabænum. Guðmundur Kristjánsson Guðmundur átti að mörgu leyti fínan leik í hjarta varnar FH er liðið sótti stig í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann fékk þó tvö gul spjöld í síðari hálfleik sem þýddi að hans menn voru manni færri í drykklanga stund. Síðara spjaldið var klaufalegt en Guðmundur reif þá í Pálma Rafn Pálmason sem féll í jörðina og í kjölfarið fékk miðvörðurinn sitt annað gula spjald. Með fullri virðingu fyrir Pálma Rafni þá er hann kominn af sínu léttasta skeiði og var lítil hætta er Guðmundur togaði í hann við miðlínu. Hugmyndaleysi KR manni fleiri KR-ingar virtust ekki hafa hugmynd um hvernig þeir ættu að sækja þrjú stig eftir að FH var manni færri í leik liðanna um helgina. Liðið virkaði þreytt og þungt er það reyndi að sækja sigurmark og áttu FH-ingar ekki í miklum vandræðum með að verja stigið. Frammistaða HK Að tapa 4-1 í sex stiga botnbaráttuslag er einfaldlega ekki boðlegt. Flóknara er það ekki. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28 Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikasigur í kveðjuleik Mikkelsens Breiðablik vann 3-1 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik 16. umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Breiðablik er fjórum stigum frá toppliði Vals og á leik inni á Íslandsmeistarana. 9. ágúst 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-1 | KR og FH skildu jöfn að Meistaravöllum KR og FH skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. 8. ágúst 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Sæst á jafnan hlut í Keflavík Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 16.umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:26
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 8. ágúst 2021 22:28
Umfjöllun: Leiknir - Valur 1-0 | Nýliðarnir skelltu meisturunum Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í Efra Breiðholti í dag þegar Leiknismenn lögðu Val að velli. 8. ágúst 2021 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni. 8. ágúst 2021 20:07
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki