Yfir fjögur hundruð smituðust í tengslum við Ólympíuleikana í Tókyó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 12:01 Vel var staðið að sóttvörnum í kringum Ólympíuleikana í Tókýó. EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA Alls komu upp 430 kórónuveirusmit í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó en þeim lauk nú um liðna helgi. Sóttvarnir í Ólympíuþorpinu virðast þó hafa skilað tilætluðum árangri þar sem aðeins 26 keppendur greindust með veiruna. Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Sjá meira
Ólympíuleikunum lauk nú um helgina en ljóst er að þessir leikar munu seint gleymast sökum heimsfaraldursins sem hefur litað líf okkar undanfarin misseri. Ólympíuþorpið í ár var í raun hálfgerð „sóttvarnarbúbbla.“ Virðist hún hafa skilað sínu þar sem ekki þurfti að fresta né aflýsa neinum viðburði á leikunum. Fjöldi smita í kringum leikana var töluvert meiri eða 430 talsins. Á sunnudag - lokadegi leikanna - var greint frá að 26 hefðu greinst smitaðir til viðbótar. Heildartala smitaðra í tengslum við leikanna var þar með komin upp í 430 alls. Þriðja daginn í röð greindist enginn keppandi á ÓL smitaður. Af þeim 26 sem greindust unnu 16 við framkvæmdir og viðgerðir á leikunum. „Sóttvarnarbúbbla“ Ólympíuþorpsins skilaði sínu hvað varðar fjölda smita en aðeins greindust 32 tilfelli í þorpinu þar sem keppendur og þjálfarar búa á meðan leikunum stendur. Af þeim voru 29 keppendur en það hafði eins og áður sagði ekki nein áhrif á framkvæmd leikanna þar sem aldrei þurfti að færa né fresta viðburði. Ef keppendur reyndust smitaði af Covid-19 var þeim meinað að taka þátt. Ekki kemur fram hvort júdólið Georgíu sé meðal þeirra sem greindust en þeim var meinuð þátttaka eftir að hafa farið í óvænta skoðunarferð um Tókýó án þess að vera með leyfi mótshaldara. Þá fengu alls fimm leikmenn í ástralska landsliðinu í íshokkí refsingu fyrir að yfirgefa „sóttvarnarbúbbluna“ til að festa kaup á ísköldum bjór. Samkvæmt skipuleggjendum Ólympíuleikanna í Tókýó var skimað fyrir kórónuveirunni alls 624 þúsund sinnum á meðan leikunum stóð. Aðeins 0,02 prósent skiluðu jákvæði sýni sem verður að teljast ágætt miðað við hversu slæm staðan er í Japan þessa dagana. Alls hafa 15 þúsund manns látist vegna veirunnar og neyðarástandi var lýst yfir áður en leikarnir hófust. Ísland átti fjóra þátttakendur á leikunum að þessu sinni. Það voru þau Guðni Valur Guðnason, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Ásgeir Sigurgeirsson og Anton Sveinn McKee.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Dagskráin í dag: Fjórða umferð FA bikarsins klárast Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Sjá meira