Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2021 20:06 Haukur alsæll með dráttarvélina sína, sem hann notar oft og iðulega til að fara í og úr vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent