Messi sagður skrifa undir í París á morgun Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2021 12:01 Messi og Neymar verða samherjar á ný. Wagner Meier/Getty Images Lionel Messi mun skrifa undir hjá franska knattspyrnufélaginu Paris Saint-Germain fljótlega eftir helgi. Frá þessu greina erlendir fjölmiðlar en Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi í dag. Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Messi stóð fyrir blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem hann útskýrði brottför sína frá Barcelona og sagðist hann ávallt hafa verið þess fullviss að hann yrði áfram hjá félaginu. Samningur hans rann út fyrr í sumar en hann segir nýjan samning hafa verið kláran en fjármálareglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, hafi gert að verkum að ekki gekk upp að skrifa undir hann. Franski miðillinn L'Equipe er á meðal þeirra fjölmörgu erlendu miðla sem greina frá því eftir fund Messis í dag að hann muni ganga frá skiptum sínum til Paris Saint-Germain í Frakklandi. L'Equipe segir skiptin ganga í gegn í dag, en ESPN segir að hann fari í læknisskoðun í París í dag og skrifi undir á morgun. Messi vildi ekki staðfesta hvert för hans væri heitið eftir brottförina frá Barcelona á fundinum í dag en sagði PSG vera á meðal möguleika í stöðunni. „Það er möguleiki, en ég hef ekki gengið frá neinu við neinn.“ sagði Messi. „Það eru nokkur félög sem hafa sýnt áhuga. Ekkert er í hendi en við erum augljóslega í viðræðum við þá.“ BREAKING: Lionel Messi to PSG is DONE! He will have his medical tonight or tomorrow morning in Paris before signing his contract sources have told @LaurensJulien pic.twitter.com/eNb2cWOp3Z— ESPN FC (@ESPNFC) August 8, 2021 Í París mun Messi endurnýja kynni sín við Brasilíumanninn Neymar, en þeir léku saman hjá Barcelona um fjögurra ára skeið, frá 2013 til 2017, áður en sá brasilíski var keyptur fyrir metfé til Parísar. Neymar er sagður hafa boðið Messi að fá treyju númer 10 frá sér hjá franska félaginu, en Messi muni hafna því og bera númerið 19. Hann bar það hjá Barcelona árin 2006 til 2008, áður en hann fékk tíuna eftir að landi Neymars, Ronaldinho, yfirgaf spænska félagið. Messi mun skrifa undir tveggja ára samning í frönsku höfuðborginni að verðmæti 25 milljónum evra á ári. Messi fær því tæplega hálfa milljón evra í vikulaun hjá PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira