Messi langt kominn í viðræðum við PSG Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 08:01 Messi hefur leikið sinn síðasta leik í treyju Barcelona. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku. Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool. Franski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool.
Franski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira