Messi langt kominn í viðræðum við PSG Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 08:01 Messi hefur leikið sinn síðasta leik í treyju Barcelona. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA Argentínska fótboltastjarnan Lionel Messi virðist á leið til Parísar í Frakklandi eftir að samningaviðræður hans við Barcelona sigldu í strand í fyrradag. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að hann skrifi undir hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain í næstu viku. Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool. Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi hefur leikið allan sinn feril með Barcelona og verið annar tveggja bestu leikmanna heims síðastliðinn áratug rúman. Hann skoraði 474 mörk í 520 deildarleikjum fyrir félagið, vann með því tíu spænska deildartitla, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Þá var hann sex sinnum valinn besti leikmaður heims, fyrst 2009 og síðast 2019. Messi hefur verið á gríðarháum launum hjá Barcelona undanfarin ár, sem hafa einkennst af fjárhagslegri óstjórn. Skuldirnar eru nú að bíta Börsunga í rassinn þar sem þeir geta ekki skráð nýja leikmenn í hóp sinn vegna reglna spænsku úrvalsdeildarinnar. Messi var reiðubúinn að helminga laun sín til að koma til móts við félagið en það dugði ekki til. Staðan er of slæm til að félagið geti haldið honum. Joan Laporta, sem tók nýlega við sem forseti félagsins, lofaði að halda Messi í aðdraganda forsetakosninganna en sagði í dag að það myndi hafa slæm áhrif á félagið fjárhagslega næstu 50 árin að halda Messi. PSG hefur stokkið til og herma fregnir að utan að sá argentínski hafi verið í viðræðum við félagið í gær. Þær séu langt á veg komnar og gengið verði jafnvel frá samningum í næstu viku. Messi getur orðið fjórða stórstjarnan sem Parísarliðið fær frítt í sínar raðir í sumar. Gianluigi Donnarumma samdi við liðið eftir að samningur hans við AC Milan rann út, Sergio Ramos kom frá Real Madríd og Georginio Wijnaldum kom frá Liverpool.
Franski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira