Þriðjungs aukning í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 19:31 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu. Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“ Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Fyrr í sumar hvöttu stjórnendur landspítalans, heilbrigðisstarfsmenn til að mynda svokallaðar sumarkúlur vegna fjölgunar smitaðra. Nú hafa þeir verið beðnir um að koma fyrr úr sumarleyfum til þess að standa vaktina vegna manneklu og álags. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir heilbrigðisstarfsmenn þegar vinna mikla yfirvinnu vegna ástandsins og því sé ekki sjálfgefið að þeir stytti sumarfrí. „Og þurfa jafnvel á sama tíma að einangra sig frá fjölskyldu og vinum og geta ekki tekið þátt í daglegu lífi til þess eins að geta stundað sína vinnu. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Stjórnvöld funduðu með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða í morgun um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. Þar ítrekaði Guðbjörg nauðsyn þess að grípa til aðgerða innanlands vegna þungrar stöðu á spítalanum sem sé að einhverju leyti tilkomin vegna manneklu. Tvöfalt fleiri hjúkrunarfræðingar annast Covid-19 veika en almenna sjúklinga.stöð2 Hún segir að í byrjun sumars hafi vantað hjúkrunarfræðinga á allt að 200 vaktir á vissar legudeildir og um 450 vaktir á bráðamóttöku. Þá sé það staðreynd að inniliggjandi sjúklingur með Covid-19 þurfi tvöfalt meiri umönnun hjúkrunarfræðinga en aðrir almennir sjúklingar. Því þurfi sömu mönnun hjúkrunarfræðinga á deild fyrir 18 sjúklinga með Covid-19 og þarf fyrir 36 manna almenna deild. „Ef við berum saman árið 2020 og 2021 sjáum við að það er 33% aukning á langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga sem þurfa að leita til félagsins og það er gífurlega mikil aukning. Við höfum aldrei seð aðrar eins tölur.“
Landspítalinn Vinnumarkaður Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Læknar vilja óskert sumarfrí og segja þörf á hugarfarsbreytingu Félag sjúkrahúslækna segir mikilvægt að tryggja að heilbrigðisstarfsmenn fái óskert sumarfrí. Alvarlegt ástand á Landspítalanum vegna fjölgunar þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hefði ekki átt að koma á óvart og hugarfarsbreytingu þurfi í stjórnun spítalans. 5. ágúst 2021 14:57