Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. ágúst 2021 12:03 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru 63 utan sóttkvíar við greiningu. 21 er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Tvíþættur vandi Stjórnvöld funda stíft þessa dagana með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Í morgun með formönnum félaga hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða um þeirra sjónarmið og mat á stöðunni. „Ég fagna mjög þessum fundi og mjög glöð að þau hafi viljað heyra okkar raddir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Vandamálið sé tvíþætt. „Það er annars vegar það eins og hefur verið talað um að það þarf að athuga hvernig eigi að bregðast við þessum vanda til langs tíma og hverjar verði langtíma áætlanirnar því Covid-19 er ekkert á förum. Og svo er hinn hlutinn sem er það erfiða ástand sem núna hefur skapast í þessari bylgju og við þurfum að fá einhver viðbrögð við því.“ Huga þurfi að umbun fyrir aukið álag Staðan sé gífurlega erfið, álag mikið og segir Guðbjörg að leitað sé allra leiða til að ekki þurfi að kalla hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfum. Huga þurfi að einhvers konar umbun fyrir aukið álag í starfi. „Og það að standa vaktina. Við erum náttúrulega í þessari bylgju eins og allir aðrir og til þess að þú farir og sinnir þinni vinnu þarft þú að standa vörð um þig og þar af leiðandi að vissu leyti einangra þig frá bæði vinum og jafnvel fjölskyldu eins og við sáum að gerðist í hinum bylgjunum. Það er bara ekki sjálfsagt núna. Það er það sem ég finn.“ „Fólk er búið að gera þetta áður, nú er bara sumar. Þetta eru einstaklingar sem vilja líka eiga eðlilegt líf, fá að vera með fjölskyldunni sinni. Fá fríið og lifa eðlilegu lífi. Það er ekki sjálfsagt að allt sé sett til hliðar til þess að standa vaktina, Sérstaklega ekki hjá fólkinu sem á núna að vera í fríi.“ Félag sjúkrahúslækna sendi frá sér yfirlýsingu í gær en þeir vilja óskert sumarfrí. Kerfið komið að þrotum Hún brýnir fyrir landsmönnum að huga að sóttvarnareglum og sýkingavörnum. „Við verðum að sameinast í þessu og beita öllum þeim úrræðum sem við getum gert til þess að draga úr þessari bylgju sem er núna. Kerfið er algjörlega komið að þrotum og Landspítlainn má alls ekki við meiru og þetta erum við saman sem þurfum að reyna að ná þessari bylgju niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira