Diana og Sue nú bara einum sigri frá gulli á fimmtu Ólympíuleikunum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 09:01 Diana Taurasi og Sue Bird fagna félögum sínum í bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. AP/Eric Gay Bandarísku körfuboltakonurnar Diana Taurasi og Sue Bird komust í nótt með landsliði sínu í úrslitaleik körfuboltakvenna kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Bandaríska liðið vann þá öruggan tuttugu stiga sigur á Evrópumeisturum Serba, 79-59, og er komið alla leið í úrslitaleik Ólympíuleikanna á sjöundu leikunum í röð. MEDAL GAME BOUND With a 79-59 win over Serbia, the U.S. Women's National Team will play for their 7th straight medal #Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/0xv7f6BbS5— WNBA (@WNBA) August 6, 2021 Reynsluboltarnir Diana Taurasi og Sue Bird hafa verið með í síðustu fjórum Ólympíumeistaraliðum Bandaríkjanna og er nú því bara einum sigri frá gulli á fimmtu leikunum í röð. Báðar fengu þær gull um hálsinn í Aþenu 2004, í Peking 2008, í London 2012 og í Ríó 2016. Bird er fertug og Taurasi er 39 ára. Aðeins ein bandarísk körfuboltakona hefur unnið fimm Ólympíugull en því náði Teresa Edwards á árunum 1984 til 2000. Hún vann þó ekki fimm gull í röð því bandaríska liðið fékk bara brons í Barcelona 1992. Diana Taurasi and Sue Bird head to their 5th straight Olympic #basketball final. #USA Legends. pic.twitter.com/xkbF580iKr— Olympics (@Olympics) August 6, 2021 Bandarísku stelpurnar voru ekki alltof sannfærandi í byrjun mótsins en hafa spilað betur og betur með hverjum leik. Sigurinn í nótt var aldrei í hættu og nú bíða annað hvort Frakkland eða Japan í úrslitaleiknum. Miðherjinn Brittney Griner var atkvæðamest í bandaríska liðinu með 15 stig og 12 fráköst, Breanna Stewart var með 12 stig og 10 fráköst og Chelsea Gray kom inn af bekknum með 14 stig. Bird skoraði átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltum en Taurasi var stigalaus en með fjórar stoðsendingar á þrettán mínútum. Enginn úr byrjunarliði Serba skoraði meira en sex stig í leiknum og byrjunarliðið var samtals með 17 stig og 28 prósent skotnýtingu.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira