Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 16:25 Trey Parker og Matt Stone. Getty/Araya Doheny Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla. Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021
Bíó og sjónvarp Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira