Bandaríkjamenn fá annað tækifæri gegn Frökkum sem lifðu af þrennu Doncic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 12:57 Rudy Gobert var hetja Frakka þegar hann varði lokaskot Slóvena í leiknum. AP/Charlie Neibergall Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta karla eftir eins stigs sigur Slóveníu, 90-89, í seinni undanúrslitaleik körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Þrenna og átján stoðsendingar frá Luka Doncic dugðu ekki. Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Slóvenar fengu lokasóknina en Rudy Gobert, besti varnarmaðurinn í NBA-deildinni, varði lokaskot þeirra og Frakkar fögnuðu sigri. It's France vs. the US in the men's basketball final! The two teams met in the group stage already. The score? 83-76 to France #Tokyo2020 pic.twitter.com/VT0AnlJ7wD— DW Sports (@dw_sports) August 5, 2021 Frakkar og Slóvenar höfðu unnið alla leiki sína á mótinu og Frakkar unnu meðal annars Bandaríkjamenn í fyrsta leik. Bandaríkjamenn hafa ekki tapað síðan og liðin mætast aftur í úrslitaleiknum á laugardaginn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf 18 stoðsendingar. Frakkar réðu illa við hann í byrjun leiks en svo tókst þeim betur að loka á hann. Doncic hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum í leiknum. Þetta var samt fyrsta þrennan á Ólympíuleikum síðan að LeBron James náði því í London 2012. Nando De Colo skoraði 25 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar hjá Frökkum og Evan Fournier var með 23 stig. Rudy Gobert skoraði 9 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Timothé Luwawu-Cabarrot var með 15 stig og hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum. TRIPLE DOUBLE @luka7doncic with the 3rd triple in #Olympics history and 1st since @KingJames at London 2012.#Tokyo2020 #Basketball pic.twitter.com/xwvJ504IeL— FIBA | #Basketball #Tokyo2020 (@FIBA) August 5, 2021 Mike Tobey var stigahæstur hjá Slóvenum með 23 stig og Klemen Prepelic skoraði 17 stig. Slóvenar með Doncic í fararbroddi komust mest átta stigum yfir í fyrsta leikhlutanum, 25-17, og var Luka með átta stig og fimm stoðsendingar á þessum upphafskafla leiksins. Frakkar voru búnir að minnka það niður í tvö stig, 29-27, fyrir lok leikhlutans. Leikurinn var áfram æsispennandi í öðrum leikhlutanum en eftir hann voru Slóvenar áfram tveimur stigum yfir, 44-42. Doncic var kominn með tólf stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar í hálfleik. Frakkarnir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og tóku frumkvæðið í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 29-21 og leiða þar með sex stigum fyrir lokaleikhlutann. Slóvenar þurftu eitthvað sérstakt frá Doncic í lokaleikhlutanum en honum gekk illa að skora í seinni hálfleiknum. Leikurinn var áfram jafn og Doncic dældi stoðsendingunum. Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt stig og vinna boltann en besti varnarmaðurinn í NBA deildinni kláraði leikinn með fyrrnefndu vörðu skoti.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira