Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 12:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48