Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2021 16:30 Sandra segir óttann við fordóma geta valdið einangrun aldraðra hinsegin einstaklinga. Getty „Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan. Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira
Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan.
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira