Fór yfir tvær stórar ákvarðanir í Árbænum: „Stend fast á því að þetta er aldrei víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2021 10:01 Egill Arnar Sigurþórsson fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. stöð 2 sport Egill Arnar Sigurþórsson mætti í viðtal eftir leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deild karla í gær og fór yfir tvær ákvarðanir sínar í leiknum, rauða spjaldið sem Daði Ólafsson fékk og vítaspyrnuna sem Fylkismenn vildu fá. Egill stendur við þær báðar. „Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegur leikur. Frábærar aðstæður og þessi völlur er æðislegur. Ég veit að þetta hljómar kannski skringilega, sérstaklega fyrir þá sem hafa lítinn áhuga á fótbolta, en 0-0 leikur getur verið skemmtilegur. Þessi leikur hafði allt nema mörk,“ sagði Egill í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Árbænum í gær. Þegar Egill rak Daða af velli í uppbótartíma var hann í samskiptum við annan aðstoðardómarann og saman komust þeir að þeirri ákvörðun að lyfta rauða spjaldinu. „Þarna eru samskipti milli okkar aðstoðardómara tvö sem er frekar nálægt þessu atviki. Á þessu augnabliki metum við þetta þannig að þetta sé alvarlega grófur leikur. Fylkismaðurinn kemur stjórnlaust inn í tæklingu. Eina sem hann gerir þarna er að taka Leiknismanninn niður, er í litlu leikfæri við boltann og þess vegna uppsker hann rautt spjald,“ sagði Egill. „Þetta er eins og með margar ákvarðanir í leiknum. Við tökum þær saman og við erum auðvitað lið. Ég tek ákvörðunina að lokum en fæ hjálp við hana og það var svo sannarlega þannig í þessu tilfelli.“ Klippa: Pepsi Max stúkan: Viðtal við Egil Arnar Sigurþórsson Egill segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Daða rauða spjaldið en skilur að einhverjir hafi ekki verið sáttir með hana. „Ég er alveg sáttur við þessa ákvörðun. En þegar við erum búnir að horfa á þetta nokkrum sinnum og hægja þetta niður get ég vel skilið að fólk horfi á þetta og segi að þetta sé ekki meira en gult. En við fáum bara eitt sjónarhorn og upplifðum þetta þannig að þetta væri stjórnlaus tækling og alvarlega grófur leikur og við stöndum við það,“ sagði Egill. Undir lok fyrri hálfleiks vildu Fylkismenn fá vítaspyrnu þegar Orri Sveinn Stefánsson féll í baráttu við Ósvald Jarl Traustason. „Mín upplifun í leiknum, og ég held að ég geti alveg staðið við það, er að Fylkismaðurinn hlaupi aftan á Leiknismanninn sem er í leikfæri við boltann. Hann er nær Leiknismanninum. Fylkismaðurinn kemur og hleypur aftan á hælinn á Leiknismanninum. Það er snerting og hann fer niður en þetta er ekki víti og alls ekki dýfa eða neitt slíkt. Þetta er bara eðlilegur hluti af leiknum. Ég stend fast á því að þetta er aldrei víti,“ sagði Egill. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Fylkir Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Ólafur: Ég er mjög pirraður Fylkir og Leiknir R. gerðu markalaust jafntefli í Árbænum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis var sáttur við leik liðsins en ekki með úrslitin í leikslok. 3. ágúst 2021 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Leiknir 0-0 | Markalaust í Árbæ Fylkir og Leiknir skildu jöfn, 0-0, í grannaslag liðanna í 15. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Þremur stigum munar á liðunum í töflunni. 3. ágúst 2021 21:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki