KA hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er farið að vinna aftur heimaleiki sína eftir að hafa loksins komist inn á Greifavöllinn á ný.
KA maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson spilaði eins og greifi í leiknum og skoraði tvö frábær mörk. Báðar afgreiðslur Hallgríms voru í hæsta klassa og hann skoraði fyrst með hægri og svo með vinstri.
Hallgrímur Mar er nú kominn með átta mörk í deildinni og er einn af þeim markahæstu. Fyrir ofan hann er þó meðal annars Keflvíkingurinn Joey Gibbs sem skoraði mark Keflavíkur í gær úr vítaspyrnu.
Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan en þetta voru einu mörk kvöldsins því ekkert var skorað í markalausu jafntefli Fylkis og Leiknis í Árbænum.