Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 22:36 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund. Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund.
Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira