Regnbogafjölskyldan mín Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:16 Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur. Hafragrautur á morgnanna, gleymist að taka úr þvottavélinni endrum og eins, ömmur og afar sækja á leikskólann þegar mömmurnar eru á haus og það hanga blaut útiföt í forstofunni. Ég var vön að fá sting í magann þegar ég las barnabækur með syni mínum og las um hinn dularfulla pabba sem ekki er til á okkar heimili. Að strákurinn minn myndi upplifa að við værum öðruvísi. En staðreyndin er sú að á sumum heimilum eru pabbi og mamma, á öðrum heimilum tveir pabbar, tvær mömmur, ein mamma, einn pabbi, tvær mömmur og einn pabbi; allskonar foreldrar og foreldrasett. Á sumum heimilum eru systkini, eldri, yngri, hálf-, stjúp-, fá eða mörg. Það er dýrmætt og mikilvægt að við fögnum þessu og fjöllum um þennan fjölbreytileika. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og fjölskylda.Aðsend Fjölskyldur eru nefnilega ólíkari en bækur, myndir og sjónvarpsefni vilja vera láta, þar sem hin hefðbundna kjarnafjölskylda með mömmu, pabba og tveimur börnum ræður ríkjum. En íslenska kerfið notar kjarnafjölskylduna til eftirprentunar sem veldur fjölbreyttum fjölskyldum oft miklum vandræðum og býr til óréttlæti. Dæmi um þetta eru pappírar sem hinsegin foreldrar þurfa að skila eftir fæðingu barns til að sanna hverjir séu foreldrar þess eftir frjósemisaðstoð. Sís-gagnkynja pör sem glíma við ófrjósemisvanda þurfa þess hins vegar ekki, þó þau nýti sér sömu aðstoð hjá sama aðila. Annað dæmi er jafn aðgangur foreldra sem ekki búa saman að t.d. upplýsingum frá hinu opinbera er varða barnið og að stuðningi vegna fatlaðra og langveikra barna á heimili sem ekki telst lögheimili. Öll kerfi eru mannanna verk og þau eiga að vinna fyrir okkur. Íslenskt samfélag er fjölbreytt og kerfið okkar þarf að taka mið af okkur sem það byggjum og fjarlægja hindranir sem fjölskyldur þurfa að klofa — ofan á allt hitt! Höfundur er hinsegin móðir og skipar 3. sæti Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar