„Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt,“ segir um fræðsluerindið Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk. Þar fá áhugasamir tækifæri til að fræðast um „geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg“.
Það er Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78 sem leiðir fræðsluna og mun hún meðal annars fjalla um káin fjögur; kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu.
Viðburðurinn fer fram á íslensku og hefst kl. 15.30.
Vísir streymir beint frá fundinum.