Sport

Þakklæti efst í huga eftir frábæra heimsleika

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir

Anníe Mist Þórisdóttir náði frábærum árangri á heimsleikunum í CrossFit sem lauk í gær.

Anníe Mist hafnaði í 3.sæti eftir frábæra frammistöðu eftir því sem leið á leikana. Frábær árangur, ekki síst í ljósi þess að tæpt ár er síðan Anníe fæddi frumburð sinn.

Anníe hefur tvívegis unnið heimsleikana, 2011 og 2012, en í hjartnæmri kveðju Anníe á Instagram reikningi sínum í gærkvöldi má sjá hún lítur á bronsverðlaunin í ár sem risastóran sigur.

„Ég get ekki komið þessari tilfinningu í orð svo ég held að ég verji næstu dögum í að melta það sem gerðist,“ segir Anníe sem er þakklæti efst í huga.

„Þetta var fyrir þig, amma, fyrir Freyju, Frederik, Jami og foreldra mína. Þetta var fyrir alla sem trúðu á mig, jafnvel þegar ég gerði það ekki sjálf.“

„Eina sem ég hef að segja er takk. Til allra sem sýndu mér stuðning og héldu áfram að trúa á mig. Til allra sem hjálpuðu mér að koma til baka eftir fæðinguna. Öll skilaboðin á samfélagsmiðlum, þau hjálpa. Skilaboðin gefa mér orku og hvatningu til að leggja hart að mér, líka á dögum sem mig langar ekki til að æfa.“

„Hvatning getur komið úr ýmsum ólíkum áttum. Hvatningin er ekki alltaf til staðar en ef þú ert ekki að leita finnur þú hana aldrei,“ segir Anníe Mist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×