„Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að framhald sóttvarnaaðgerða ætti að skýrast á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Þetta sagði Víðir í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þar fór hann vítt og breytt og ræddi meðal annars útlit helgarinnar, sóttvarnaaðgerðir og framhald bólusetninga hér á landi. Hann segist gera ráð fyrir því að fólk taki því heldur rólegar þessa helgi en útlit var fyrir fyrr í mánuðinum. „Já, ég á nú frekar von á því að menn ætli að taka því rólega. Fólk er yfir höfuð búið að átta sig á stöðunni og þeirri óvissu sem er í gangi og ætla sér væntanlega margir að taka því rólegar en planið var fyrir tveimur vikum,“ segir Víðir. Hann jánkar því að yfirvöld hafi ekki gengið jafn langt í tilmælum til fólks eins og fyrir ári síðan en hvetur fólk þó að fara varlega. „Við höfum ekki gengið svo langt að ráðleggja frá ferðalögum en hvatt fólk til að fara afskaplega varlega, vera saman í litlum hópum og vera kannski með sama fólkinu. Ekki vera að fara á milli partýja eða slíkt.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega um helgina. „Vanda sig í umgengninni við aðra og fara varlega. Förum varlega í umferðinni líka, það er álag á heilbrigðiskerfinu og hvert slys er einu slysi of mikið. Förum varlega og verum góð hvert við annað.“ Sóttkvíarhótel á mörkunum Margir hafa líklega velt fyrir sér framhaldi sóttvarnaaðgerða hér á landi en nú er vika liðin frá því að nýjar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Þá var aðeins mánuður síðan öllum takmörkunum innanlands var aflétt, í fyrsta sinn síðan um miðjan mars 2020. „Við erum bara enn í þessari gagnaöflun sem var ákveðið að fara í þegar þessar aðgerðir voru settar til 13. ágúst. Við erum bara að vinna í því öll að safna þeim gögnum sem þarf til að geta tekið ákvörðun til lengri tíma í framhaldinu. Fólk verður að sýna biðlund, svona tíu daga í viðbót,“ segir Víðir. Ástandið á sóttvarnahótelum sé mjög slæmt. „Við erum alveg á mörkunum með að geta tekið við bæði fólki í sóttkví og sérstaklega í einangrun. Það er snúni staða akkúrat núna hjá okkur með það.“ Stöndum betur að vígi en flestar þjóðir Hann segir okkur Íslendinga þó standa betur að vígi en meginþorra heimsbúa. Búið sé að bólusetja mikinn meirihluta landsmanna og nú sé bara að bíða og sjá hvernig bóluefnin haldi í við Delta-afbrigði veirunnar. „Við stöndum náttúrulega betur að vígi en meirihluti mannkyns vegna þess að við erum búin að bólusetja svo stóran hluta hjá okkur. Þetta afbrigði, sem er kallað Delta-afbrigðið, það hefur reynst hættulegra hjá flestum en aftur á móti sjáum við það hjá þeim löndum sem eru sambærileg við okkur, eins og Ísrael og að einhverju leiti í Englandi, að þar eru bóluefnin að sýna fram á það að það eru miklu færri sem veikjast alvarlega og það er það sem við erum að bíða eftir að sjáist hjá okkur,“ segir Víðir. Það ætti að skýrast á næstu tveimur vikum. „Þegar að komnir eru tíu dagar frá því að þessi bylgja byrjaði ættum við að sjá hversu alvarleg hún er og það er ekki bara fjöldi þeirra sem smitast, við erum fyrst og fremst að horfa til þeirra sem veikjast, og veikjast alvarlega.“ Huga að viðbótarskammti fyrir viðkvæma hópa Tilkynnt var á dögunum að farið verði í að bólusetja þá sem fengu Jansen með viðbótarskammti, til að auka virkni efnisins. Víðir segir í skoðun að gefa viðkvæmum hópum aukaskammt. „Við erum að byrja á því núna strax eftir helgi að fara að bólusetja þá sem fengu Jansen, þeir fá annan skammt. Það eru yfir 50 þúsund manns sem fengu það. Síðan erum við að skoða þetta að gefa viðkvæmum hópum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma viðbótarskammt af Pfizer,“ segir Víðir. Í ágúst ættu bóluefnabirgðir hér á landi að duga til að ráðast í þetta verkefni. „Við verðum með í ágúst nægt bóluefni til að fara í þetta verkefni sem er búið að ákveða,“ segir Víðir. „Við erum búin að gera samninga um kaup á mjög miklu magni af bóluefnum því að á sínum tíma vissi enginn hver myndi geta afhent og hver yrði fyrstur og annað slíkt. Í þessu Evrópusamstarfsverkefni var gerður samningur við mjög marga aðila þannig að við eigum bóluefni fyrir allt sem við þurfum og vonandi getum við hjálpað til að bólusetja aðrar þjóðir.“ Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að bæta við bóluefnaskammti hjá þeim sem fengu bóluefni Jansen sé efnið gott. „Jansen er gott en menn hafa ákveðið að bæta við þessum skammti til að auka virknina þannig að öll bóluefni sem við erum að nota, þau séu öll gefin í tveimur skömmtum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta sagði Víðir í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þar fór hann vítt og breytt og ræddi meðal annars útlit helgarinnar, sóttvarnaaðgerðir og framhald bólusetninga hér á landi. Hann segist gera ráð fyrir því að fólk taki því heldur rólegar þessa helgi en útlit var fyrir fyrr í mánuðinum. „Já, ég á nú frekar von á því að menn ætli að taka því rólega. Fólk er yfir höfuð búið að átta sig á stöðunni og þeirri óvissu sem er í gangi og ætla sér væntanlega margir að taka því rólegar en planið var fyrir tveimur vikum,“ segir Víðir. Hann jánkar því að yfirvöld hafi ekki gengið jafn langt í tilmælum til fólks eins og fyrir ári síðan en hvetur fólk þó að fara varlega. „Við höfum ekki gengið svo langt að ráðleggja frá ferðalögum en hvatt fólk til að fara afskaplega varlega, vera saman í litlum hópum og vera kannski með sama fólkinu. Ekki vera að fara á milli partýja eða slíkt.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega um helgina. „Vanda sig í umgengninni við aðra og fara varlega. Förum varlega í umferðinni líka, það er álag á heilbrigðiskerfinu og hvert slys er einu slysi of mikið. Förum varlega og verum góð hvert við annað.“ Sóttkvíarhótel á mörkunum Margir hafa líklega velt fyrir sér framhaldi sóttvarnaaðgerða hér á landi en nú er vika liðin frá því að nýjar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Þá var aðeins mánuður síðan öllum takmörkunum innanlands var aflétt, í fyrsta sinn síðan um miðjan mars 2020. „Við erum bara enn í þessari gagnaöflun sem var ákveðið að fara í þegar þessar aðgerðir voru settar til 13. ágúst. Við erum bara að vinna í því öll að safna þeim gögnum sem þarf til að geta tekið ákvörðun til lengri tíma í framhaldinu. Fólk verður að sýna biðlund, svona tíu daga í viðbót,“ segir Víðir. Ástandið á sóttvarnahótelum sé mjög slæmt. „Við erum alveg á mörkunum með að geta tekið við bæði fólki í sóttkví og sérstaklega í einangrun. Það er snúni staða akkúrat núna hjá okkur með það.“ Stöndum betur að vígi en flestar þjóðir Hann segir okkur Íslendinga þó standa betur að vígi en meginþorra heimsbúa. Búið sé að bólusetja mikinn meirihluta landsmanna og nú sé bara að bíða og sjá hvernig bóluefnin haldi í við Delta-afbrigði veirunnar. „Við stöndum náttúrulega betur að vígi en meirihluti mannkyns vegna þess að við erum búin að bólusetja svo stóran hluta hjá okkur. Þetta afbrigði, sem er kallað Delta-afbrigðið, það hefur reynst hættulegra hjá flestum en aftur á móti sjáum við það hjá þeim löndum sem eru sambærileg við okkur, eins og Ísrael og að einhverju leiti í Englandi, að þar eru bóluefnin að sýna fram á það að það eru miklu færri sem veikjast alvarlega og það er það sem við erum að bíða eftir að sjáist hjá okkur,“ segir Víðir. Það ætti að skýrast á næstu tveimur vikum. „Þegar að komnir eru tíu dagar frá því að þessi bylgja byrjaði ættum við að sjá hversu alvarleg hún er og það er ekki bara fjöldi þeirra sem smitast, við erum fyrst og fremst að horfa til þeirra sem veikjast, og veikjast alvarlega.“ Huga að viðbótarskammti fyrir viðkvæma hópa Tilkynnt var á dögunum að farið verði í að bólusetja þá sem fengu Jansen með viðbótarskammti, til að auka virkni efnisins. Víðir segir í skoðun að gefa viðkvæmum hópum aukaskammt. „Við erum að byrja á því núna strax eftir helgi að fara að bólusetja þá sem fengu Jansen, þeir fá annan skammt. Það eru yfir 50 þúsund manns sem fengu það. Síðan erum við að skoða þetta að gefa viðkvæmum hópum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma viðbótarskammt af Pfizer,“ segir Víðir. Í ágúst ættu bóluefnabirgðir hér á landi að duga til að ráðast í þetta verkefni. „Við verðum með í ágúst nægt bóluefni til að fara í þetta verkefni sem er búið að ákveða,“ segir Víðir. „Við erum búin að gera samninga um kaup á mjög miklu magni af bóluefnum því að á sínum tíma vissi enginn hver myndi geta afhent og hver yrði fyrstur og annað slíkt. Í þessu Evrópusamstarfsverkefni var gerður samningur við mjög marga aðila þannig að við eigum bóluefni fyrir allt sem við þurfum og vonandi getum við hjálpað til að bólusetja aðrar þjóðir.“ Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að bæta við bóluefnaskammti hjá þeim sem fengu bóluefni Jansen sé efnið gott. „Jansen er gott en menn hafa ákveðið að bæta við þessum skammti til að auka virknina þannig að öll bóluefni sem við erum að nota, þau séu öll gefin í tveimur skömmtum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira