Bitter skellti í lás og strákarnir hans Alfreðs unnu mikilvægan sigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2021 14:08 Johannes Bitter varði eins og óður maður á lokakaflanum í leik Þýskalands og Noregs. getty/Dean Mouhtaropoulos Þýskaland fór langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókyó með sigri á Noregi, 28-23, í dag. Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust nokkrum sinnum fimm mörkum yfir. Norðmenn náðu aðeins að rétta sinn hlut undir lok fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum var 14-11, Þjóðverjum í vil. Noregur minnkaði muninn í eitt mark, 16-15, en Þýskaland svaraði með 5-1 kafla og náði fimm marka forskoti, 21-16. Norðmenn minnkuðu muninn aftur í eitt mark, 22-21, en þá var komið að Johannes Bitter. Gamla brýnið átti frábæra innkomu og varði fyrstu sex skotin sem hann fékk á sig. Andreas Wolff hafði varið vel í fyrri hálfleik og undir lokin tók Bitter við keflinu. Þökk sé frammistöðu hans héldu Þjóðverjum Norðmönnum í hæfilegri fjarlægð og unnu á endanum fimm marka sigur, 28-23. Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þýskaland og Timo Kastening fimm. Gensheimer er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu þýska landsliðsins en hann hefur tekið fram úr Christian Schwarzer. Gensheimer hefur skorað 972 landsliðsmörk. With the first goal of the game Uwe Gensheimer became the best goal scorer in German national team history!967 - U. Gensheimer966 - Chr. Schwarzer818 - F. Kehrmann817 - S. Kretzschmar809 - J. Fraatz(Frank-Michael Wahl scored 74 goals for GER and 1338 for GDR)#Handball— Fabian Koch (@Fabian_Handball) July 30, 2021 Sander Sagosen var markahæstur í norska liðinu með sjö mörk. Magnus Jondal skoraði fjögur mörk. Með sigrinum komst Þýskaland upp fyrir Noreg í 3. sæti A-riðils. Þjóðverjar mæta Brasilíumönnum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli eftir sigur á Portúgölum, 28-34. Mikkel Hansen skoraði níu mörk fyrir Danmörku og Mathias Gidsel sjö. Diego Branquinho skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal. Egyptaland skaust upp fyrir Svíþjóð í 2. sæti B-riðils með sigri í leik liðanna í morgun, 22-27. Mohamed Sanad skoraði sex mörk fyrir egypska liðið og Yahia Omar fimm. Lukas Pellas skoraði sjö mörk fyrir Svía. Úrslit dagsins A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
A-riðill Frakkland 36-31 Spánn Þýskaland 28-23 Noregur Argentína 23-25 Brasilía B-riðill Portúgal 28-34 Danmörk Svíþjóð 22-27 Egyptaland Barein 32-30 Japan
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn