Schoenmaker með fyrsta heimsmet einstaklinga á þessum Ólympíuleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 08:00 Tatjana Schoenmaker sér hér að hún er ekki aðeins Ólympíumeistari heldur líka búin að setja nýtt heimsmet. AP/Gregory Bull Það var fjör í sundlauginni á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt þar sem sigurganga Ástrala á leikunum hélt áfram, sundkona frá Suður-Afríku sló heimsmet sem hafði lifað í átta ár og Rússinn Evgeny Rylov tryggði sér sín önnur gullverðlaun á leikunum. Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira
Tatjana Schoenmaker frá Suður-Afríku tryggði sér sigur í 200 metra bringusundi með því að koma í mark á nýju heimsmeti, 2 mínútum og 18,95 sekúndum. Metið er því ekki lengur í eigu hinnar dönsku Rikke Moller Pedersen en það var 2:19,11 mín og hafði lifað frá árinu 2013. What. A. Moment.An unbelievable swim and a new World Record from Tatjana Schoenmaker in the women's 200m breaststroke, handing #RSA their first gold medal of #Tokyo2020!@fina1908 @TeamSA2020 #Swimming pic.twitter.com/P4xroaAx0d— Olympics (@Olympics) July 30, 2021 Schoenmaker kom á undan þeim bandarísku Lilly King og Annie Lazor sem fengu silfur og brons. King missti því af gullinu í báðum bringusundunum en hún varð þriðja í 100 metra bringusundinu. Þetta var þriðja heimsmetið í sundkeppni Ólympíuleikanna en það fyrsta sem fellur í einstaklingskeppni þar sem hin tvö komu í boðsundum. Moments like these After setting the WORLD RECORD and winning gold in the women s 200m breaststroke, South Africa s Tatjana Schoenmaker is embraced by her teammate Kaylene Corbett as well as USA s Lilly King and Annie Lazor. pic.twitter.com/Epyht4wkW9— ESPN (@espn) July 30, 2021 Rússinn Evgeny Rylov fylgdi eftir sigri í 100 metra baksundi með því að vinna 200 metra baksundið í nótt. Hann synti á 1:53,29 mín. og setti nýtt Ólympíumet. Ryan Murphy frá Bandaríkjunum féll silfur og Bretinn Luke Greenbank tók bronsið. Bandaríkjamenn höfðu unnið öll baksund á síðustu sex Ólympíuleikum en Rylov endaði þá sigurgöngu með þessum gullverðlaunum sínum. Ástralinn Emma McKeon setti Ólympíumet þegar hún vann 100 metra skriðsundið á 51,96 sekúndum en hún varð aðeins önnur konan til að synda undir 52 sekúndum. Heimsmetið á enn hin sænska Sarah Sjöström sem endaði fjórða í sundinu í nótt. Ástralar hafa nú unnið sex gullverðlaun í sundlauginni á leikunum en konurnar hafa unnið fimm þeirra. Swimmers keep breaking Olympic records in Tokyo! AUS's Emma McKeon in the women's 100m freestyle ROC's Evgeny Rylov in the men's 200m backstroke pic.twitter.com/0pCY0l923R— SportsCenter (@SportsCenter) July 30, 2021 Siobhán Haughey frá Hong Kong fékk silfrið og hin ástralska Cate Campbell fékk bronsverðlaunin. Þetta var annað silfur Haughey á leikunum en hún varð líka önnur í 200 metra skriðsundi en þá á eftir öðrum Ástrala, Ariarne Titmus. Kínverjinn Wang Shun vann 200 metra fjórsund karla á nýju asísku meti en Bretinn Duncan Scott fékk silfur og Svisslendingurinn Jérémy Desplanches tók bronsið.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Sjá meira