Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2021 11:50 Fylgi flokkana eftir kynjum, samkvæmt könnun Maskínu. vísir Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 í gær greindum við frá nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað þremur prósentustigum frá síðustu könnun fyrirtækisins í júní og mælist nú með 20,9 prósent atkvæða. Samfylkingin, Píratar og þá sérstaklega Sósíalistaflokkurinn sækja í sig veðrið á milli kannana en aðrir flokkar standa nánast í stað eða dala milli kannanna. Þá mælist Flokkur fólksins með 4,2 prósent og næði ekki manni á þing. Ýmislegt annað forvitnilegt kemur fram í könnun Maskínu til að mynda þegar fylgið er skoðað hjá körlum og konum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmesta fylgisinis meðal karla. En 25,7 prósent karla segjast ætla að kjósa flokkinn en einungis 15,8 prósent kvenna. Þrír flokkar komast næst Sjálfstæðismönnum hjá körlunum. Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn en ríflega tólf prósent karla gefa sig upp á hvern þessarra flokka fyrir sig. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum hjá karlpeningnum. Konurnar hallast flestar að Vinstri grænum en 19,8 prósent þeirra ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og félaga samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var dagana 13. til 26. júlí. Sjálfstæðisflokkurinn er næst vinsælastur hjá konunum með 15,8 prósent eins og áður sagði en þar á eftir myndu 14,7 prósent kvenna kjósa Samfylkinguna á móti 12,8 prósentum karla. Fylgi annarra flokka skiptist nokkuð jafnt milli kynjanna að Miðflokknum undanskildum. Aðeins þrjú prósent kvenna hyggjast kjósa Sigmund Davíð Gunnlaugsson og félaga sem annars njóta fylgis 7,8 prósenta karla. Bera má saman fylgi flokka eftir kyni í stöplaritinu hér að neðan. Samfylkingin nýtur mesta fylgis meðal yngstu kjósendanna, frá 18 ára til 29 ára, nýtur 25,2 prósenta fylgis þar. Næstir koma Sjálfstæðismenn með 20,8 prósent, Píratar með 15 prósent og Framsókn og Vinstri græn með annars vegar 10,7 prósent og hins vegar 10,5 prósent. Aðrir flokkar eru undir tíu prósentunum. Sjálfstæðisflokkurinn er síðan með yfirburðarstöðu hjá tveimur elstu aldurshópunum, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri, með 26,9 prósent hjá fyrri hópnum og 23,7 prósent hjá þeim síðari. Bera má saman fylgi flokka eftir aldri í stöplaritinu hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira