Málefni Menntamálstofnunnar til skoðunar og litin alvarlegum augum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 12:10 Arnór Guðmundsson er forstjóri Menntamálastofnunar. vilhelm gunnarsson Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. Þessu greindi Fréttablaðið frá í morgun. Samkvæmt könnun mennta- og menningarmálaráðuneytisins segjast þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti í starfi og tuttugu og fimm prósent orðið vitni að einelti á vinnustað. Í sömu könnun kemur fram að 61 prósent starfsmanna beri ekki traust til forstjóra stofnunarinnar, Arnórs Guðmundssonar og að 60 prósent beri ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar. 98 prósent starfsmanna svöruðu könnuninni. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að þrír starfsmenn hafi sagt upp vegna þess sem þeir lýsa stjórnunarvanda, hentileikastefnu og eineltistilburðum forstjórans. Einn starfsmaður segir starfsmenn vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. Í viðhorfskönnun segjast sumir starfsmenn að þeir séu hræddir um störf sín og þori ekki að tjá skoðanir sinar. Arnór endurráðinn í fyrra Ekki náðist í Arnór Guðmundsson, forstjórann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en uppsöfnuð óánægja meðal starfsmanna beinist einna helst að honum. Starf forstjóra var auglýst fyrir ári síðan. Þrír sóttu um og var Arnór endurráðinn. Samkvæmt skriflegu svari frá Menntamálaráðuneytinu til fréttastofu eru málefni Menntamálastofnunnar til skoðunar í ráðuneytinu og litin mjög alvarlegum augum. Unnið er að úrbótum á stöðunni, meðal annars á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar. Stjórnsýsla Vinnumarkaður Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans Mikil óánægja er meðal starfsmanna Menntamálastofnunar ef marka má könnun sem gerð var innan stofnunarinnar í vor. 29. júlí 2021 06:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þessu greindi Fréttablaðið frá í morgun. Samkvæmt könnun mennta- og menningarmálaráðuneytisins segjast þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti í starfi og tuttugu og fimm prósent orðið vitni að einelti á vinnustað. Í sömu könnun kemur fram að 61 prósent starfsmanna beri ekki traust til forstjóra stofnunarinnar, Arnórs Guðmundssonar og að 60 prósent beri ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar. 98 prósent starfsmanna svöruðu könnuninni. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að þrír starfsmenn hafi sagt upp vegna þess sem þeir lýsa stjórnunarvanda, hentileikastefnu og eineltistilburðum forstjórans. Einn starfsmaður segir starfsmenn vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur. Í viðhorfskönnun segjast sumir starfsmenn að þeir séu hræddir um störf sín og þori ekki að tjá skoðanir sinar. Arnór endurráðinn í fyrra Ekki náðist í Arnór Guðmundsson, forstjórann, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en uppsöfnuð óánægja meðal starfsmanna beinist einna helst að honum. Starf forstjóra var auglýst fyrir ári síðan. Þrír sóttu um og var Arnór endurráðinn. Samkvæmt skriflegu svari frá Menntamálaráðuneytinu til fréttastofu eru málefni Menntamálastofnunnar til skoðunar í ráðuneytinu og litin mjög alvarlegum augum. Unnið er að úrbótum á stöðunni, meðal annars á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar.
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans Mikil óánægja er meðal starfsmanna Menntamálastofnunar ef marka má könnun sem gerð var innan stofnunarinnar í vor. 29. júlí 2021 06:44 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans Mikil óánægja er meðal starfsmanna Menntamálastofnunar ef marka má könnun sem gerð var innan stofnunarinnar í vor. 29. júlí 2021 06:44