Þriðja tapið í röð hjá liðum Dags og Arons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 08:01 Dagur Sigurðsson ræðir við sína menn í japanska landsliðinu. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar íslensku þjálfaranna Dags Sigurðssonar og Aron Kristjánssonar hafa enn ekki ná að fagna sigri í handboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Bæði liðin töpuðu þriðja leiknum sínum í röð í nótt og eru nú einu liðin í B-riðli sem hafa ekki fengið stig. Three from three for the defending Olympic champions Denmark earn a big win over Bahrain to stay on the maximum points with a perfect record at #Tokyo2020#Olympics pic.twitter.com/rlxLQ88Wdr— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Barein, lið Arons, tapaði með tíu marka mun á móti Dönum, 31-21, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 12-7. Barein hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum með eins marks mun en fékk nú skell. Heimsmeistarar Dana hafa unnið alla þrjá leiki sína og það með meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með fullt hús eftir 29-28 sigur á Portúgal í nótt. Japanir töpuðu með fjögurra marka mun á móti Egyptalandi, 33-29, eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Egyptar töpuðu á móti Dönum en hafa unnið hina tvo leiki sína á móti Japan og Portúgal. A big fight from Japan but Egypt come away with their second win at #Tokyo2020, closing the round for Group B #Olympics pic.twitter.com/DopAJXwj01— International Handball Federation (@ihf_info) July 28, 2021 Japanska liðið náði ekki alveg að fylgja eftir góðum öðrum leik sínum þar sem liðið stóð í liði Svía og tapaði á endanum aðeins með tveggja marka mun. Japanska liðið barðist þó allan tímann en Egyptar voru bara of sterkir. Tveir leikir eru eftir í riðlinum og fjögur af sex liðum komast áfram í átta liða úrslitin. Vonin er því ekki úti þótt hún sé veik. Barein og Japan mætast í næstu umferð en síðan á Barein eftir að mæta Egyptalandi á meðan Japan spilar við Portúgal. Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi væntanlega koma liðum Dags og Arons í átta liða úrslitin.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira