Hætt við að keppa: Biles mun ekki verja Ólympíutitil sinn í fjölþrautinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 06:57 Simone Biles fylgist spennt með í liðakeppninni í gær. Með henni er Grace McCallum, liðsfélagi hennar í bandaríska liðinu. AP/Ashley Landis Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles mun ekki keppa í úrslitum fjölþrautarinnar á morgun á Ólympíuleikunum í Tókýó. Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni þar alveg eins og hún gerði í miðri liðakeppninni í gær. Hún gerir það til að huga að andlegri heilsu sinni. Simone Biles opts not to defend gymnastics title at #Olympics https://t.co/ij9TsHtRgW pic.twitter.com/FqCr3mbdJ9— Guardian sport (@guardian_sport) July 28, 2021 Fimleikasamband Bandaríkjanna gaf út yfirlýsingu þar sem kemur fram að Biles hafi ákveðið að keppa ekki. Hún er ekki búin að útiloka það að keppa í úrslitum á einstökum áhöldum í næstu viku. Hin 24 ára gamla Biles er besta fimleikakona heims og vann fjögur Ólympíugull á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Væntingarnar til hennar í ár voru gríðarlega miklar og það er ljóst að þessi mikla pressa hefur orðið henni ofviða. Álagið hefur ekki minnkað við það að Biles er á fullu á samfélagsmiðlum og það minnkaði ekkert þótt hún væri mætt til Tókýó. After further medical evaluation, Simone Biles has withdrawn from the final individual all-around competition. We wholeheartedly support Simone s decision and applaud her bravery in prioritizing her well-being. Her courage shows, yet again, why she is a role model for so many. pic.twitter.com/6ILdtSQF7o— USA Gymnastics (@USAGym) July 28, 2021 Biles var með besta árangurinn í undankeppninni og allir töldu að gullverðlaunin væru hennar. Nú opnast dyrnar fyrir aðrar fimleikakonur að komast út úr skugga hinnar bandarísku. Hver þjóð má aðeins eiga tvo fulltrúa í úrslitum og því mun Jade Carey, sem var með níunda besta árangurinn í undankeppninni, taka sæti Biles í úrslitum fjölþrautarinnar.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira