Anníe Mist vonast til að verða stoltari af þessum heimsleikum en þegar hún varð heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:00 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hittust á ný þegar þær skráðu sig til leiks. Þær keppa síðan við hvora aðra frá og með deginum í dag. Instagram/@anniethorisdottir Það er komið að því. Anníe Mist Þórisdóttir hefur í dag keppni á heimsleikunum í CrossFit innan við einu ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira
Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sjá meira