Vill ekki staðfesta hvort hún taki frekari þátt á ÓL Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 19:31 Biles studdi liðsfélaga sína af hliðarlínunni í dag. Laurence Griffiths/Getty Images Fimleikastjarnan Simone Biles segir andlegt álag hafa valdið því að hún dró sig úr keppni er liðakeppni fór fram á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Bandaríkin hlutu silfur án Biles en Rússland fagnaði sigri. Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Biles dró sig úr keppni eftir fyrstu grein þegar Bandaríkin voru meðal keppnisþjóða í liðakeppni í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í morgun. Hún táraðist þegar hún útskýrði ákvörðun sína fyrir fjölmiðlum eftir keppni þar sem hún vísaði í andlegt álag. „Þegar þú lendir í aðstæðum mikils álags áttu til að fríka út,“ sagði Biles. „Ég þarf að einblína á mína andlegu heilsu og ekki setja heilsu mína og vellíðan í hættu,“ „Við þurfum að vernda líkama okkar og huga,“ bætti Biles við. „Það er rosalega erfitt að eiga í baráttu við hugann á sjálfum sér.“ Biles hyggst taka sér dagsfrí, fyrir líkama og sál, á morgun en fram undan eru fjórir keppnisdagar í kjölfarið, sá fyrsti á fimmtudag og svo frá sunnudegi til þriðjudags. Biles vildi ekki staðfesta við fjölmiðla ytra að hún tæki þátt þessa fjóra daga. — Simone Biles (@Simone_Biles) July 27, 2021 „Við munum taka þetta einn dag í einu. Ég veit að morgun er hálfur dagur, við fáum í það minnsta morguninn í frí. Svo það verður góð andleg hvíld. Við tökum stöðuna þá og sjáum hvað setur.“ hefur CNN eftir Biles. „Vonandi mun ég fara aftur út á gólfið og keppa í nokkrum greinum til viðbótar,“ sagði Biles. Biles hefur tryggt sér keppnisrétt í fjórum keppnisgreinum sem munu skiptast yfir áðurnefnda fjóra daga. Heildarkeppni kvenna fer fram á fimmtudag. Á sunnudag verður keppt bæði í stökki og á tvíslá, gólfæfingar eru á mánudag og keppni á jafnvægisslá fer fram á þriðjudag.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12 Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30 Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Rússar nýttu sér fjarveru Biles og unnu fyrsta gullið í 29 ár Rússar unnu til gullverðlauna í liðakeppni kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. 27. júlí 2021 13:12
Biles átti ekki sinn besta dag Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum. 25. júlí 2021 13:30
Biles negldi hættulegt stökk á æfingu sem þjálfarinn vill síður sjá í Tókýó Fimleikastjarnan Simone Biles sást framkvæma sögulegt stökk á æfingu bandaríska fimleikalandsliðsins í Japan í gær. Liðið æfir fyrir Ólympíuleikana sem settir voru í gær en þjálfari Biles er ekki spenntur fyrir að hún framkvæmi stökkið á leikunum. 24. júlí 2021 07:01