„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 16:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Stóra spurningin sem Íslendingar standi frammi fyrir núna sé hvernig veikindi þeirra sem smitaðir eru af Covid-19 muni þróast á næstu vikum. „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum í nokkra daga áður en við tökum ákvörðun,“ segir Kári í viðtali við fréttastofu, sem sjá má í heild hér að neðan. Klippa: Ólíklegt að sams konar aðgerðir séu rökréttar nú og áður Kári hefur í gegnum faraldurinn jafnan verið talsmaður umfangsmikilla sóttvarnaráðstafana þegar nauðsyn hefur borið til. Eftir bólusetningar er þessi nauðsyn þó annars eðlis að hans mati. Hann vill slá hring utan um viðkvæma hópa á þessari stundu, en bíða með almennar aðgerðir á meðan ekki liggur fyrir að veikindin geti orðið töluverð hjá bólusettum. „Ef þeir sem eru bólusettir lasnast mjög lítið, hljótum við að miða okkar aðgerðir við það. Ef það er munur á þeim eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóm, höldum við áfram að vera varkár í umgengni við þessa hópa, en það er mjög ólíklegt að það sé rökrétt að grípa til sams konar aðgerða eins og við gripum til þegar allir voru veikir fyrir þessari veiru og enginn bólusettur,“ segir Kári. „Þeir aðilar sem tala núna eins og við séum komin með endanlegt svar er fólkið sem hélt því fram að við ættum ekki að vera að grípa til þessara aðgerða í fyrra. Þetta eru sömu raddirnar, raddir sem hafa heyrst svolítið innan úr stjórnarandstöðunni undanfarna daga, sem halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki stefnu í þessum faraldursmálum. En staðreyndin er sú að eina stefnan sem getur talist skynsamleg er ósköp einfaldlega að lesa gögnin á hverjum degi og bregðast við þeim gögnum sem við sjáum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira