Dabbi Kóngur í íslenska A-landsliðinu sem er á leið til Eistlands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 07:46 Davíð Arnar Ágústsson lyftir Íslandsbikarnum en hann var frábær fyrir Þórsliðið á lokasprettinum. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn eiga þrjá leikmenn í íslenska A-landsliðinu sem mun spila tvo æfingaleiki í Eistlandi í þessari viku. Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir HM 2023 í körfubolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fjórtán manna hóp sem ferðast í dag til Eistlands. Íslenska liðið er að hefja undirbúning sinn fyrir haustleikina. Craig hafði áður valið æfingahóp fyrir sumarið. Nokkrir leikmenn í æfingahópnum eru meiddir og/eða eru hvíldir fyrir ferðina í ágúst. Íslenska landslið karla í körfuknattleik var kallað saman í lok síðustu viku til æfinga og hefur æft saman yfir helgina. Til að byrja með æfði hluti hópsins saman miðvikudag og fimmtudag en þá voru leikmenn úr þeim hóp boðaðir áfram og bættust við fleiri leikmenn á föstudeginum sem hafa æft saman síðan þá. Framundan eru mjög mikilvægir leikir í ágúst, dagana 12.-17. ágúst, í lokaumferð forkeppni að HM 2023. Þar leikur liðið í sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þriggja liða riðli. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Íslenska liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Eistlandi á miðvikudag og fimmtudag og fara þeir báðir fram út í Eistlandi. Dabbi Kóngur eða Davíð Arnar Ágústsson eins og hann heitir réttu nafni er í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er einn af nýliðum í íslenska liðinu. Hinir nýliðarnir eru Bjarni Guðmann Jónsson og Ragnar Örn Bragason. Davíð og Ragnar voru einmitt í stóru hlutverki þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Meðal leikmanna sem eru í æfingahópnum en fóru ekki með út eru Dagur Kár Jónsson, Haukur Helgi Pálsson Briem, Hjálmar Stefánsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Kristófer Acox, Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason. Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
Íslenski hópurinn fyrir Eistlandssleikina: Bjarni Guðmann Jónsson, Háskóli USA · Nýliði Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 50 landsleikir Gunnar Ólafsson, Stjarnan · 24 landsleikir Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 4 landsleikir Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 16 landsleikir Kristinn Pálsson, Grindavík · 17 landsleikir Ólafur Ólafsson, Grindavík · 40 landsleikir Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · Nýliði Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn · 2 landsleikir Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 14 landsleikir Tómas Þórður Hilmarsson, Stjarnan · 10 landsleikir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 9 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 64 landsleikir
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira