Aftur svekkjandi eins marks tap hjá lærisveinum Arons Kristjáns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:07 Það hefur verið mikil spenna í fyrstu tveimur leikjum Barein á Ólympíuleikunum. Hér reynir Aron Kristjánsson að koma skilboðum inn á völlinn á meðan varmannabekkur hans fagnar marki. EPA-EFE/WU HONG Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein voru nálægt því að vinna sinn fyrsta leik í handboltakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Barein var yfir stóran hluta leiksins á móti Portúgal en varð á endanum að sætta sig við eins marks tap, 25-26. Barein tapaði fyrsta leik sínum í keppninni með einu marki á móti Svíum og þetta var því annað nauma tapið í röð. Portúgal var að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. First Olympic win for Portugal! Portugal take their first victory at their debut Games after a close battle to the buzzer versus Bahrain #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/8YsBtSMKdE— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021 Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með átta mörk en Husain Alsayyad skoraði sex mörk. Alsayyad skoraði úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik en klikkaði á öllum skotunum í þeim síðari. Ahmed fékk tækifæri til að jafna metin í lokin en skaut þá í söng úr vítakasti. Barein liðið lenti undir í byrjun en komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Husain Alsayyad skoraði sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Barein náði tveggja marka forystu í seinni hálfleiknum en Portúgalar hleyptu þeim ekki lengra frá sér. Portúgalar náðu síðan að jafna og loks komast yfir, 26-25, með marki úr hraðaupphlaupi þegar ein mínúta var eftir. Aron tók þá leikhlé og setti upp síðustu fjörutíu sekúndur leiksins. Barein fékk vítakast tuttugu sekúndum fyrir leikslok en skutu í stöng. Portúgalar fengu boltann og héldu forystu sinni út leikinn. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Barein var yfir stóran hluta leiksins á móti Portúgal en varð á endanum að sætta sig við eins marks tap, 25-26. Barein tapaði fyrsta leik sínum í keppninni með einu marki á móti Svíum og þetta var því annað nauma tapið í röð. Portúgal var að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. First Olympic win for Portugal! Portugal take their first victory at their debut Games after a close battle to the buzzer versus Bahrain #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/8YsBtSMKdE— International Handball Federation (@ihf_info) July 26, 2021 Mohamed Ahmed var markahæstur hjá Barein með átta mörk en Husain Alsayyad skoraði sex mörk. Alsayyad skoraði úr öllum skotum sínum í fyrri hálfleik en klikkaði á öllum skotunum í þeim síðari. Ahmed fékk tækifæri til að jafna metin í lokin en skaut þá í söng úr vítakasti. Barein liðið lenti undir í byrjun en komst yfir um miðjan fyrri hálfleik og var einu marki yfir í hálfleik, 15-14. Husain Alsayyad skoraði sex mörk úr sex skotum í fyrri hálfleiknum. Barein náði tveggja marka forystu í seinni hálfleiknum en Portúgalar hleyptu þeim ekki lengra frá sér. Portúgalar náðu síðan að jafna og loks komast yfir, 26-25, með marki úr hraðaupphlaupi þegar ein mínúta var eftir. Aron tók þá leikhlé og setti upp síðustu fjörutíu sekúndur leiksins. Barein fékk vítakast tuttugu sekúndum fyrir leikslok en skutu í stöng. Portúgalar fengu boltann og héldu forystu sinni út leikinn.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira