Aðeins helmingur keppenda á heimsleikunum fær að keppa á lokadeginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 12:30 Æfingafélagarnir Chandler Smith og KatrínTanja Davíðsdóttir ætla sér bæði stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@katrintanja Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig niðurskurðinum verður háttað á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Madison á miðvikudaginn. Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ Sjá meira
Dave Castro, hæstráðandi hjá CrossFit, tilkynnti um það á samfélagssíðum samtakanna hvernig verður skorið niður á heimsleikunum að þessu sinni en fjörutíu bestu karlar og fjörutíu bestu konur heimsins keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Keppnin hefst á miðvikudaginn og stendur fram á sunnudaginn. Keppnisdagarnir eru samt bara fjórir því fimmtudagurinn er hvíldardagur. Allir fjörutíu keppendurnir fá að keppa í öllum greinunum á miðvikudaginn og föstudaginn en fyrsti niðurskurðurinn verður eftir lokagrein á föstudaginn. Þá verður fækkað um tíu keppendur. Hópurinn verður ekki lengi í þrjátíu því skorið verður aftur niður tíu keppendur eftir fyrstu grein á laugardaginn. Með því verður öllum niðurskurði hætt og tuttugu karlar og tuttugu konur klára því allar greinarnar sem eftir eru. Hér fyrir ofan má sjá umræddan Dave Castro fara yfir fyrirkomulag niðurskurðarins. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, á nokkra fulltrúa á heimsleikunum og hann er ekki ánægður með niðurskurðinn. Snorri Barón er ekki síst óánægður með það hversu seint þessi yfirlýsing kom frá CrossFit samtökunum. Íþróttafólkið þarf að kosta miklu til svo að það komist til Madison og nú rétt fyrir keppni kemur í ljós að aðeins tuttugu þeirra frá að klára keppnina. Íþróttafólkið stendur eitt að öllum kostnaði. Hér fyrir neðan má sjá þessa athyglisverðu færslu frá Snorra Barón og það er mikið til í henni. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Fleiri fréttir Real vann í mögnuðum El Clásico Fiorentina - Bologna | Albert og félagar í fallbaráttu Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ Sjá meira