Hörmungarlokakafli skilaði fyrsta tapinu í 17 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:15 Durant hefur átt betri leiki. Gregory Shamus/Getty Images Karlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta þurfti að þola 83-76 tap fyrir Frakklandi í fyrstu umferð A-riðils á Ólympíuleikunum. Bandaríkin hafa ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan 2004. Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Bandaríska liðið er skipað eingöngu leikmönnum úr NBA-deildinni vestanhafs, þar á meðal eru Kevin Durant, Jrue Holiday, Damian Lillard, Draymond Green, Khris Middleton og fleiri. Þá þjálfar Gregg Popovich, sem stýrir San Antonio Spurs, liðinu með Steve Kerr, þjálfara Golden State Warriors, sér til aðstoðar. Bandaríska liðið var sterkara framan af í jöfnum leik liðanna. Átta stiga munur var í hálfleik, 45-37, fyrir Bandaríkin. Frakkar voru sterkari í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 25 stig gegn aðeins 11 stigum Bandaríkjanna og voru því 62-56 yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. USA s Men s Basketball just lost in the Olympics for the first time since 2004 and honestly they were beat by a better team. the days of just showing up and running pickup and having the other team ask for pictures after getting waxed by 40 is over.— Rob Perez (@WorldWideWob) July 25, 2021 Bandaríkjamenn svöruðu fyrir sig og voru með öll völd framan af fjórða leikhlutanum, liðið skoraði 18 stig gegn fimm, og var með 74-67 forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Þá hrundi hins vegar leikur liðsins, Frakkar gengu á lagið og skoruðu 16 af síðustu 18 stigum leiksins. Frakkar unnu því frækinn 83-76 sigur á stjörnum prýddu liði Bandaríkjanna sem hefur ekki tapað leik á Ólympíuleikum síðan í Aþenu árið 2004. Evan Fournier, leikmaður Boston Celtics, fór mikinn fyrir Frakka og skoraði 28 stig í leiknum. Félagi hans Rudy Gobert, úr Utah Jazz, skoraði 14 stig og tók níu fráköst. Jrue Holiday var atkvæðamestur Bandaríkjamanna með 18 stig. Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu; tólf sti og tíu fráköst, Kevin Durant gerði tíu stig og Damian Lillard skoraði ellefu. Sigrar hjá Ítalíu, Tékklandi og Ástralíu Þrír aðrir leikir voru á dagskrá í dag. Tékkland vann Íran með sex stiga mun, 84-78, í A-riðlinum. Bandaríkin eru því á botni riðilsins með eitt stig, líkt og Íran, en Frakkar og Tékkar eru með tvö. Í B-riðli vann Ítalía sterkan 92-82 sigur á Þýskalandi og Ástralía rúllaði yfir Nígeríu, 84-65. Þrír riðlar eru á mótinu en keppt er í C-riðlinum á morgun. Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit auk þeirra tveggja með bestan árangur í þriðja sæti.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum