Óvæntur 18 ára meistari, langþráður heimasigur og systur settu heimsmet Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:46 Hafnaoui var áttundi í undanrásum og vann því óvæntan sigur. Jean Catuffe/Getty Images Nóg var um að vera í sundinu á öðrum degi Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. 18 ára Túnisbúi vann gull og áströlsk sveit setti heimsmet. Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira