Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 16:30 Þjálfarateymi FH: Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson. Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00
Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16