Sérsveitin þvingaði bíl út af vegi undir Esju Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 14:17 Mikið gengur á undir Esjunni núna og hafa umferðartafir skapast á Vesturlandsvegi en lögreglu tókst eftir eftirför að stöðva bíl þar nú rétt í þessu. aðsend Lögreglan veitti mönnum eftirför allt frá Norðlingaholti og upp í Kjalarnes síðdegis í dag. Tveir voru handteknir vegna málsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Árbæ. Lögregla hafi farið á vettvang og þá hafi upphafist eftirför í gegnum Grafarvog, áleiðis upp í Mosfellsbæ og hún loks endað á Kjalarnesi. Eins og áður segir voru tveir handteknir og vistaðir í þágu rannsóknar. „Brotaflokkar eru m.a. líkamsárás, akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna, umferðarlagabrot ofl. Rannsókn málsins á frumstigi og í raun ekkert frekar til frásagnar að svö stöddu,“ segir lögregla í tilkynningu. Upphaflega fréttin: Mikið tilstand er á Vesturlandsvegi þessa stundina en svo virðist sem sérsveitin hafi þvingað bíl út af veginum á Kjalarnesi. Þetta hefur ekki farið fram hjá vegfarendum sem hafa komið ábendingum á framfæri við fréttastofu. Vísi tókst að ná tali af Elínu Agnesi Kristínardóttur aðstoðaryfirlögregluþjóni nú rétt í þessu og hún staðfesti að um hefði verið að ræða eftirför. „Við erum rétt að ná utan um þetta. Þetta var bara að gerast í þessum töluðu orðum og í framhaldinu tekur við rannsókn. Þannig að við getum ekki tjáð okkur meira í bili.“ Að sögn Elínar hafði lögreglan veitt manni eða mönnum eftirför allt frá Norðlingaholtinu allt upp á Kjalarnesi þar sem tókst að stöðva bílinn. Sjónarvottur greinir frá því að hann hafi séð þrjá lögreglubíla bruna yfir Gullinbrú fyrir um hálftíma. Og annar greinir frá því að tekist hafi að stöðva hvítan bíl úti í vegarkanti á Kjalarnesi, við afleggjarann frá Ármóti á leið úr borginni. Hafa hlotist verulegar umferðartafir af þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglu tókst að neyða ökumanninn út af veginum eftir eltingarleik.vísir/hjalti
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira