Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 11:29 Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út sína fjórðu plötu, Demotape 01. Vignir Daði Valtýsson Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni. Tónlist Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.
Tónlist Menning Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira