Var þetta tilkynnt nú í morgunsárið en þýska handknattleikssambandið vill gefa liði sínu sem bestan undirbúning fyrir stórleikinn á morgun, laugardag, er Þýskaland og Spánn mætast.
Þýska liðið hefur verið við æfingar í Tokushima sem er tæpa 630 kílómetra frá Tókýó og mun fara beint upp á hótel er það kemur til Tókýó þar sem leikur morgundagsins fer fram. Alfreð Gíslason, þjálfari liðsins, mun hafa tekið þessa ákvörðun ásamt Axel Kromer, íþróttastjóra þýska sambandsins.
Ólíkt fyrri opnunarhátíðum þar sem venjulega er setið í hverju sæti verða engir áhorfendur viðstaddir í dag. Eru það varúðarráðstafanir sem hafa verið gerðar vegna kórónuveirunnar en engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni.
Smitum hefur fjölgað mjög í Tókýó og hafa til að mynda greinst smit í Ólympíuþorpinu. Ekki hafa þó greinst smit hjá íslensku keppendunum né stjörnum mótsins.
Handbolti.is greindi fyrst frá.