Talið að Osaka verði síðust til að bera Ólympíukyndilinn í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 08:00 Naomi Osaka er klár í sína fyrstu Ólympíuleika. Clive Brunskill/Getty Images Talið er að tennisstjarnan Naomi Osaka muni bera Ólympíukyndilinn síðustu metrana og kveikja í Ólympíueldinum sem mun brenna á meðan leikarnir standa yfir í Tókýó. Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast formlega í dag. Best geymda leyndarmál hverra leika er hver mun kveikja í Ólympíueldinum. Ólympíukyndillinn fer yfir fjöll og firnindi áður en hann skilar sér loks á leikana. Kyndillinn skiptir um hendur og fer einn íþróttamaður, eða kona, með hann síðustu metrana og kveikir í Ólympíueldinum. Samkvæmt Sky Sports mun Naomi Osaka fá þann heiður en leikarnir verða formlega settir í Tókýó í Japan síðar í dag. Hin 23 ára gamla Osaka býr í Bandaríkjunum í dag en er fædd í Japan og er því í raun að „snúa heim“ á leikunum í ár sem verða hennar fyrstu Ólympíuleikar. Sky Sports nefnir að Osaka átti að hefja leik gegn Zheng Saisai frá Kína á morgun, laugardag, en þeim leik var frestað til sunnudags. Er ástæðan talin vera sú að skipulagsnefnd leikanna vildi gefa Osaka meiri tíma til að undirbúa sig fyrir leikinn þar sem það er ákveðin pressa sem fylgir því að bera kyndilinn síðustu metrana og kveikja Ólympíueldinn. Osaka er talin líkleg til árangurs á leikunum en hún situr sem stendur í 2. sæti heimslistans þó svo að hún hafi ekki spilað síðan í maí þegar hún ákvað að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu vegna álags. Japanskir íþróttamenn með Ólympíueldinn í dag. Eldurinn var kveiktur þann 25. mars og hefur nú farið um gervallt Japan. Alexei Zavrachayev/Getty Images
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tennis Japan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira