Smeykir við það sem leynist í minnisblaði Þórólfs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 20:00 Skemmtistaðaeigendur bíða með hjartað í buxunum eftir því til hvaða aðgerða verður gripið. Vísir/Vilhelm Eigendur skemmtistaða og kráa í miðbæ Reykjavíkur eru smeykir við það hvaða tillögur sóttvarnalæknir hyggst leggja til að taki gildi svo stemma megi stigu við þá nýju bylgju sem nú er farin af stað í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við erum öll mjög smeyk við hvað kemur í ljós þarna. Síðustu 15-18 mánuðir hafa verið gríðarlega, gríðarlega erfiðir fyrir þessi fyrirtæki, bari, veitingastaði og skemmtistaði. Það má lítið út af bregða núna til að allt fari bara í köku eins og maður segir,“ sagði Arnar Gíslason eigandi Lebowski bar og fleiri staða í miðbænum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Hann sagðist í dag ætla að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag, þar sem smituðum fjölgar hratt þessa dagana. Ekkert hefur komið fram um hvað felist í þessum tillögum, annað en það að Þórólfur hefur sagt að hann leggi ekki til jafn harðar tillögur og áður, sökum hversu margir séu bólusettir. Engu að síður eru skemmtistaðaeigendur uggandi yfir þeim aðgerðum sem nú vofa yfir. „Ef að þau ætla að fara að loka á okkur með sólarhringsfyrirvara vona ég að þau verði jafn snögg að bregðast við að borga út styrki og svoleiðis svo við þurfum ekki að leggja út næstu fimm til sex mánuði þangað til við fáum einhverja styrki til baka. Ég held að það séu engin fyrirtæki sem geti gert það eins og í síðustu bylgju,“ sagði Arnar. Skemmistaðir og barir hafa verið opnir án takmarkana í um mánuð og segir Arnar á þessum tíma hafi eigendur keyrt starfsemina upp á nýjan leik að fullu. „Við erum að ráða inn allt og koma upp nýjum lager. Undirbúa okkur undir að við ætlum að reyna að treysta kannski á þessi bóluefni aðeins, það var upprunalega planið. Ég vona að stjórnvöld verði mun fljótari að greiða út styrki og annað ef á það að bregðast eitthvað öðruvísi við en að sýna smá traust á þessum bóluefnum,“ sagði Arnar. Sú bylgja sem nú er í gangi hefur meðal annars verið takin til tilfella sem komu upp á skemmistaðnum Bankastræti Club. Arnar segir að nær væri að horfa til þess hvernig veiran kemur inn í landið til þess að byrja með, frekar en að einblína hvar einstaklingar smitast af henni. „Veiran verður ekki til þar, hún kemur í gegnum landamærin og dreifist svo út í samfélagið. Hvort sem það er út í búð, inn á spítalanum eða veitingastað eða bar. Það skiptir ekki máli hvar hún er, það er aðallega hvernig hún komst og það er í gegnum landamærin. Ég held að menn ættu frekar að tala um þau en ekki ákveðna klúbba eða bari niður í bæ.“ Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Já, við erum öll mjög smeyk við hvað kemur í ljós þarna. Síðustu 15-18 mánuðir hafa verið gríðarlega, gríðarlega erfiðir fyrir þessi fyrirtæki, bari, veitingastaði og skemmtistaði. Það má lítið út af bregða núna til að allt fari bara í köku eins og maður segir,“ sagði Arnar Gíslason eigandi Lebowski bar og fleiri staða í miðbænum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að gripið verði til aðgerða innanlands eins fljótt og hægt er. Hann sagðist í dag ætla að skila minnisblaði með tillögum að takmörkunum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag, þar sem smituðum fjölgar hratt þessa dagana. Ekkert hefur komið fram um hvað felist í þessum tillögum, annað en það að Þórólfur hefur sagt að hann leggi ekki til jafn harðar tillögur og áður, sökum hversu margir séu bólusettir. Engu að síður eru skemmtistaðaeigendur uggandi yfir þeim aðgerðum sem nú vofa yfir. „Ef að þau ætla að fara að loka á okkur með sólarhringsfyrirvara vona ég að þau verði jafn snögg að bregðast við að borga út styrki og svoleiðis svo við þurfum ekki að leggja út næstu fimm til sex mánuði þangað til við fáum einhverja styrki til baka. Ég held að það séu engin fyrirtæki sem geti gert það eins og í síðustu bylgju,“ sagði Arnar. Skemmistaðir og barir hafa verið opnir án takmarkana í um mánuð og segir Arnar á þessum tíma hafi eigendur keyrt starfsemina upp á nýjan leik að fullu. „Við erum að ráða inn allt og koma upp nýjum lager. Undirbúa okkur undir að við ætlum að reyna að treysta kannski á þessi bóluefni aðeins, það var upprunalega planið. Ég vona að stjórnvöld verði mun fljótari að greiða út styrki og annað ef á það að bregðast eitthvað öðruvísi við en að sýna smá traust á þessum bóluefnum,“ sagði Arnar. Sú bylgja sem nú er í gangi hefur meðal annars verið takin til tilfella sem komu upp á skemmistaðnum Bankastræti Club. Arnar segir að nær væri að horfa til þess hvernig veiran kemur inn í landið til þess að byrja með, frekar en að einblína hvar einstaklingar smitast af henni. „Veiran verður ekki til þar, hún kemur í gegnum landamærin og dreifist svo út í samfélagið. Hvort sem það er út í búð, inn á spítalanum eða veitingastað eða bar. Það skiptir ekki máli hvar hún er, það er aðallega hvernig hún komst og það er í gegnum landamærin. Ég held að menn ættu frekar að tala um þau en ekki ákveðna klúbba eða bari niður í bæ.“
Veitingastaðir Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10
„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36
Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07