Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 13:10 Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð. Vísir/Vilhelm Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira