Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:43 Söngkonan Bríet heldur loksins útgáfutónleika vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet sem kom út á síðasta ári. Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér. Tónlist Harpa Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet í október á síðasta ári. Sökum heimsfaraldurs Covid-19 hélt hún enga hefðbundna útgáfutónleika. Hún frumflutti þó plötuna með bílahlustun í yfirgefinni námu í Krýsuvík fyrir nánustu fjölskyldu og vini. Aðdáendur gleðjast yfir væntanlegum útgáfutónleikum, en söngkonan sjálf er þó ekki síður spennt. „Ég er svo spennt að ég gæti fallið í yfirlið!“ segir í tilkynningu frá söngkonunni. Meðspilarar eru þeir Rubin Pollock, Þorleifur Gaukur, Magnús Jóhann og Magnús Tryggvason. Þá munu nokkrir leynigestir stíga á svið. Listamaðurinn Krassasig mun sjá um listræna stjórnun og tryggja að tónleikarnir verði einstök upplifun. View this post on Instagram A post shared by BRÍET (@brietelfar) Platan hefur slegið í gegn og hefur vinsælasta lag plötunnar, Rólegur kúreki, fengið tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins og hlaut fern verðlaun á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún var bæði valin söngkona ársins og poppflytjandi ársins. Þá var platan Kveðja, Bríet var valin plata ársins og lagið Esjan var valið lag ársins. Hægt er að kaupa miða á útgáfutónleikana hér.
Tónlist Harpa Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira