Pétur Pétursson: Alltaf gott að geta gert eitthvað rétt með skiptingunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2021 22:31 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki nógu sáttur með seinni hluta fyrri hálfleiks. Hann gat þó ekki annað en verið sáttur með heildarframistöðu síns liðs. Vísir/Vilhelm Valur tóku á móti Þrótti R. í Pepsi-Max deild kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 6-1 sigri Vals og Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var að vonum sáttur. „Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00