Heildarlaun lækkuðu í sumum starfsgreinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. júlí 2021 10:32 Heildarlaun starfsfólks verslana lækkuðu milli áranna 2019 og 2020. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Vísir/vilhelm Grunnlaun hækkuðu að jafnaði um 6,6% milli áranna 2019 og 2020. Á sama tíma hækkuðu heildarlaun fullvinnandi um 5,3% og því ljóst að stytting vinnutíma hefur haft áhrif á þróunina. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum. Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru regluleg laun launafólks í fullu starfi að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði á árinu 2020. Heildarlaun voru að meðaltali 794 þúsund krónur á mánuði á sama tíma, eða 18,5% hærri en reglulegu launin. Kemur þessi viðbót einkum til vegna yfirvinnu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Bæði grunnlaun og heildarlaun hækkuðu langmest í gisti- og veitingarekstri, eða um 12% og 14%. „Það kemur vel heim og saman við að launastigið er lægst í þessum greinum og að allar launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á árinu 2020 voru krónutöluhækkanir,“ segir í Hagsjánni. Heildarlaun lækkuðu í verslun, viðgerðum og byggingastarfsemi Bæði regluleg mánaðarlaun og heildarlaun fólks í fullu starfi voru hæst í fjármála- og vátryggingarstarfsemi á árinu 2020 og næsthæst í rafmagns- og hitaveitum. Lægstu launin voru í gisti- og veitingarekstri og í vatns- og fráveitum og meðhöndlun úrgangs. Grunnlaun hækkuðu minnst í verslun og viðgerðum og í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fram kemur í greiningu hagfræðideildar Landsbankans að heildarlaun hafi lækkað í verslun, viðgerðum, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð samhliða töluverðri hækkun grunnlauna. Líklegt er að styttri vinnutími skýri mest af þeirri þróun. Faraldurinn hafði áhrif á meðallaun Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um þrjár stundir á mánuði, eða 1,4%, milli áranna 2019 og 2020. Um er að ræða allar greiddar stundir og má rekja styttinguna bæði til samninga um styttingu vinnutíma og færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu, er fram kemur í Hagsjá Landsbankans. Vinnustundum fækkaði mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,7%, og næstmest í verslun og viðgerðum, um 3,1%. Eftir að faraldurinn skall á færðist hluti launafólks úr fullu starfi í hlutastarf og launafólki á vinnumarkaði fækkaði að jafnaði meira í lægra launuðum störfum. Höfðu þær breytingar líklega áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum.
Verslun Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira