Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:32 Áhöfnin varð uppvís að brottkasti á 72 bolfiskum, aðallega þorski. Vísir/Vilhelm Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“ Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“
Sjávarútvegur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira