Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:17 Ingólfur Þórarinson hefur nú krafið sex manns um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann á netinu. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV. Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrir hafði Ingólfur sent fimm samskonar bréf, þar sem hann krefur jafnmarga einstaklinga um samtals á annan tug milljóna í miskabætur vegna ummælanna sem lögmaður hans segir ærumeiðandi. Þá eru einstaklingarnir jafnframt krafðir um afsökunarbeiðni. Fréttablaðið greinir frá því í gær að umrætt sjötta kröfubréf sé stílað á Silju Björk Björnsdóttur rithöfund og rekstrarstjóra vegna eftirfarandi ummæla hennar á Twitter frá 14. júlí. „Ókei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga fjárhagslega en....erum við samt ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara??“ Vísir hefur ekki náð tali af Silju Björk í morgun en hún segir við Fréttablaðið að hún hafi ekki séð bréfið. Þá telji hún tístið sett fram á hlutlausan hátt og bendir á að enginn sé þar nefndur á nafn, fyrir utan Harald Þorleifsson frumkvöðul sem boðist hefur til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Þau fimm sem áður höfðu fengið kröfubréf eru Ólöf Tara Harðardóttir einkaþjálfari, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, Edda Falak, viðskiptafræðingur og aktívisti, og Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður á DV.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37 „Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01 Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Háskalegt að gera ekki greinarmun á lögmanni og skjólstæðingi hans Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir afar mikilvægt í öllum skilningi að halda því til haga að lögmaður er eitt og skjólstæðingur hans annað. 16. júlí 2021 11:37
„Ef þú ert með vandaðan tónlistarsmekk verður kynjahlutfallið jafnt“ Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja. 15. júlí 2021 15:01
Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. 15. júlí 2021 07:04