„Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni“ Elma Rut Valtýsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. júlí 2021 18:43 Hér má sjá Eyjólf Ásberg Halldórsson ásamt vini sínum Alberti Guðmundssyni á Spáni. Aðsend Eyjólfur Ásberg Halldórsson, sem hafði verið bólusettur gegn Covid-19, segist hafa fagnað of snemma en hann greindist með veiruna eftir að hann kom heim frá Spáni fyrr í mánuðinum. Hann hvetur fólk til að fara varlega áfram. Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Eyjólfur fór í frí til Marbella á Spáni með vinum sínum í upphafi mánaðar. Hann segir þá félaga hafa gætt vel að sóttvörnum. „Áður en við förum heim förum við allir í test og PCR test til að millilenda í Hollandi og fáum neikvætt úr báðum testum,“ segir Eyjólfur. Fljótlega eftir að heim var komið fékk hann símtal frá vini sínum sem býr í Hollandi sem hafði þá greinst með Covid-19 eftir að hafa farið í annað próf í Hollandi. „Þannig að ég fer þá sjálfur beint í test og fæ jákvætt þrátt fyrir að vera með engin einkenni þannig þetta kom mjög á óvart." Eyjólfur segir niðurstöðuna hafa komið sér sérstaklega á óvart þar sem hann er bólusettur. Hann fékk Jansen sprautu í byrjun júní. Vinirnir Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Albert Guðmundsson og Eyjólfur Ásberg Halldórsson.Aðsend „Þannig ég fór bara út með þá hugsun að ég væri bara góður og engin hætta á Covid því ég hafði ekki heyrt um nein tilvik þar sem bólusettur einstaklingur hafi smitast," segir Eyjólfur sem hefur sloppið vel síðan faraldurinn hófst hér á landi. „Ég hafði aldrei farið í nein test og aldrei farið í sóttkví þannig maður var kannski byrjaður að fagna of snemma en síðan kom þetta bara eins og þruma úr heiðskíru lofti." Nú er Eyjólfur á níunda degi í einangrun en hann hefur ekki fundið fyrir neinum einkennum. Eyjólfur smitaði móður sína sem einnig er bólusett og litlu systur sína. „Hún er með tvær sprautur af Pfizer en hún fann meira fyrir þessu en ég. Missti bragðskynið og var smá slöpp." Eyjólfur hvetur fólk til að fara áfram varlega. „Greinilega er maður ekki alveg hólpinn með bólusetningunni," segir Eyjólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Bólusetningar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira