Sá næststigahæsti missir af Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 16:00 Bradley Beal lék með bandaríska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Nígeríu á dögunum. Ethan Miller/Getty Images Bradley Beal, skotbakvörður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, fer ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana. Beal fór hamförum í NBA-deildinni í vetur og skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik. Beal hefði orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Wizards til að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Svo verður ekki vegna þeirra varúðarráðstafana sem liðið gerir sökum kórónuveirunnar. Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur einnig dregið sig úr bandaríska hópnum. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN þá er Love ekki kominn nógu langt í bataferli sínu vegna ökklameiðsla sem öngruðu hann á síðustu leiktíð í NBA-deildinni. Team USA is working to replace two players for the 12-man roster now. Both Bradley Beal and Kevin Love won't join the team in Tokyo this month. https://t.co/Ph6DfKZOIf— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 16, 2021 Wojnarowski segir að unnið sé að því að fá tvo leikmenn inn í stað Beal og Love til að fylla í 12 manna landsliðshópinn. Ekki kemur fram hvort Beal hafi smitast en hann fær ekki að hitta samherja sína né æfa með þeim áður en leikarnir hefjast og hefur því verið tekinn úr hópnum. Ljóst er að þetta er mikið högg fyrir bandaríska liðið sem hefur farið einkar illa af stað í undirbúningi sínum fyrir leikana. Beal skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili ásamt því að gefa 4,4 stoðsendingar og taka 4,7 fráköst. Stephen Curry var eini leikmaður deildarinnar sem skoraði meira að meðaltali en Beal. Þá er framherjinn Jerami Grant spurningamerki en hann ku hafa umgengist einhvern smitaðan af Covid-19 á undanförnum dögum og gæti því misst af leikunum líkt og Beal. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30 Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Beal hefði orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Wizards til að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Svo verður ekki vegna þeirra varúðarráðstafana sem liðið gerir sökum kórónuveirunnar. Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur einnig dregið sig úr bandaríska hópnum. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN þá er Love ekki kominn nógu langt í bataferli sínu vegna ökklameiðsla sem öngruðu hann á síðustu leiktíð í NBA-deildinni. Team USA is working to replace two players for the 12-man roster now. Both Bradley Beal and Kevin Love won't join the team in Tokyo this month. https://t.co/Ph6DfKZOIf— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 16, 2021 Wojnarowski segir að unnið sé að því að fá tvo leikmenn inn í stað Beal og Love til að fylla í 12 manna landsliðshópinn. Ekki kemur fram hvort Beal hafi smitast en hann fær ekki að hitta samherja sína né æfa með þeim áður en leikarnir hefjast og hefur því verið tekinn úr hópnum. Ljóst er að þetta er mikið högg fyrir bandaríska liðið sem hefur farið einkar illa af stað í undirbúningi sínum fyrir leikana. Beal skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili ásamt því að gefa 4,4 stoðsendingar og taka 4,7 fráköst. Stephen Curry var eini leikmaður deildarinnar sem skoraði meira að meðaltali en Beal. Þá er framherjinn Jerami Grant spurningamerki en hann ku hafa umgengist einhvern smitaðan af Covid-19 á undanförnum dögum og gæti því misst af leikunum líkt og Beal.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30 Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30
Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00