Sá næststigahæsti missir af Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 16:00 Bradley Beal lék með bandaríska landsliðinu í vináttulandsleik gegn Nígeríu á dögunum. Ethan Miller/Getty Images Bradley Beal, skotbakvörður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, fer ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikana. Beal fór hamförum í NBA-deildinni í vetur og skoraði yfir 30 stig að meðaltali í leik. Beal hefði orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Wizards til að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Svo verður ekki vegna þeirra varúðarráðstafana sem liðið gerir sökum kórónuveirunnar. Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur einnig dregið sig úr bandaríska hópnum. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN þá er Love ekki kominn nógu langt í bataferli sínu vegna ökklameiðsla sem öngruðu hann á síðustu leiktíð í NBA-deildinni. Team USA is working to replace two players for the 12-man roster now. Both Bradley Beal and Kevin Love won't join the team in Tokyo this month. https://t.co/Ph6DfKZOIf— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 16, 2021 Wojnarowski segir að unnið sé að því að fá tvo leikmenn inn í stað Beal og Love til að fylla í 12 manna landsliðshópinn. Ekki kemur fram hvort Beal hafi smitast en hann fær ekki að hitta samherja sína né æfa með þeim áður en leikarnir hefjast og hefur því verið tekinn úr hópnum. Ljóst er að þetta er mikið högg fyrir bandaríska liðið sem hefur farið einkar illa af stað í undirbúningi sínum fyrir leikana. Beal skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili ásamt því að gefa 4,4 stoðsendingar og taka 4,7 fráköst. Stephen Curry var eini leikmaður deildarinnar sem skoraði meira að meðaltali en Beal. Þá er framherjinn Jerami Grant spurningamerki en hann ku hafa umgengist einhvern smitaðan af Covid-19 á undanförnum dögum og gæti því misst af leikunum líkt og Beal. Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30 Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Beal hefði orðið fyrsti leikmaðurinn í sögu Wizards til að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum. Svo verður ekki vegna þeirra varúðarráðstafana sem liðið gerir sökum kórónuveirunnar. Kevin Love, leikmaður Cleveland Cavaliers, hefur einnig dregið sig úr bandaríska hópnum. Samkvæmt Adrian Wojnarowski hjá ESPN þá er Love ekki kominn nógu langt í bataferli sínu vegna ökklameiðsla sem öngruðu hann á síðustu leiktíð í NBA-deildinni. Team USA is working to replace two players for the 12-man roster now. Both Bradley Beal and Kevin Love won't join the team in Tokyo this month. https://t.co/Ph6DfKZOIf— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 16, 2021 Wojnarowski segir að unnið sé að því að fá tvo leikmenn inn í stað Beal og Love til að fylla í 12 manna landsliðshópinn. Ekki kemur fram hvort Beal hafi smitast en hann fær ekki að hitta samherja sína né æfa með þeim áður en leikarnir hefjast og hefur því verið tekinn úr hópnum. Ljóst er að þetta er mikið högg fyrir bandaríska liðið sem hefur farið einkar illa af stað í undirbúningi sínum fyrir leikana. Beal skoraði 31,3 stig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili ásamt því að gefa 4,4 stoðsendingar og taka 4,7 fráköst. Stephen Curry var eini leikmaður deildarinnar sem skoraði meira að meðaltali en Beal. Þá er framherjinn Jerami Grant spurningamerki en hann ku hafa umgengist einhvern smitaðan af Covid-19 á undanförnum dögum og gæti því misst af leikunum líkt og Beal.
Körfubolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30 Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Bandarísku stjörnurnar töpuðu aftur Það þykja stórtíðindi þegar stjörnum prýtt lið Bandaríkjanna í körfubolta tapar leik og hvað þá tveimur í röð og eins og hefur nú gerst. 13. júlí 2021 10:30
Durant fer fyrir Ólympíuliði Bandaríkjanna Kevin Durant er stærsta nafnið Ólympíuliði Bandaríkjanna í körfubolta. Búið er að velja þá tólf leikmenn sem eiga að vinna Ólympíugull fyrir Bandaríkin fjórða skiptið í röð. 24. júní 2021 19:00