Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Jakob Bjarnar skrifar 16. júlí 2021 14:36 Þingmennskan lætur vel við Þorsteinn Sæmundsson sem telur sig greinilega eiga ýmsu ólokið á Alþingi en afstaða hans, að neita að láta átakalaust af hendi oddvitasætið í Reykjavík suður, hefur hleypt öllu í bál og brand innan Miðflokksins. vísir/vilhelm Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Viljinn greinir frá því að tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar hafi verið felld á félagsfundi í gærkvöldi. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, skipa í stað Þorsteins. Harðneitar að hætta Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessu og gekk í að smala samherjum sínum á fundinn og var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Að sögn Viljans sækist Þorsteinn eftir oddvitasætinu eftir sem áður en málið er í uppnámi. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Sem hann greinilega gerir ekki. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Einn Miðflokksmaður sem Vísir ræddi við lýsir þessu sem þvermóðsku og óvæntum bolabrögðum af hálfu Þorsteins. Formaður uppstillinganefndar er Guðlaugur Sverrisson en Vísi tókst ekki að ná tali af honum. Það sem er á milli þeirra Sigmundar er á milli þeirra Sigmundar (Uppfært 14:55) Þorsteinn sjálfur segist ekki geta lagt mat á það hvort menn eru óánægðir með hann; hann geti lítt tjáð sig um það. En Miðflokkurinn sé lýðræðisfylking og það hafi menn verið að nýta sér. „Ég á stuðningsmenn. Þeir voru ekki ánægðir með minn hlut og létu það í ljós á lýðræðislegum vettvangi. Það mun finnast farsæl lausn á þessu og við munum koma sterkari út úr þessu en áður. Sameinuð og allt í góðu.“ Þorsteinn segist spurður um hvort hann hafi rætt þessa stöðu við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að þeir ræði oft saman og það sem þeir ræði sé þeirra á milli. En þú vilt ekki meina að þú sért með þessu að bregða fæti fyrir flokkinn í komandi kosningum? „Alls ekki. Stefnumál Miðflokksins eru ekki enn komin til umræðu en ég held að við munum koma mörgum á óvart með okkar kosningamálum. Þar munum við færa fram þessa djörfu skynsemishyggju sem við erum þekkt fyrir. Ég get ekki beðið eftir því að tala fyrir því, ég veit að það mun veita okkur gott brautargengi.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Viljinn greinir frá því að tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar hafi verið felld á félagsfundi í gærkvöldi. Tillagan gekk út á það að efsta sæti myndi Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, skipa í stað Þorsteins. Harðneitar að hætta Samkvæmt heimildum Vísis brást Þorsteinn illa við þessu og gekk í að smala samherjum sínum á fundinn og var tillagan felld með 30 atkvæðum gegn fjórtán. Að sögn Viljans sækist Þorsteinn eftir oddvitasætinu eftir sem áður en málið er í uppnámi. Eftir því sem Vísir kemst næst stóð stjórn kjördæmafélagsins heilshugar að baki ákvörðun uppstillinganefndar en til þess er meðal annars litið að Þorsteinn sé kominn á eftirlaunaaldur og eigi rétt á biðlaunum frá Alþingi og/eða starf hjá umhverfisráðuneyti til sjötugs þar sem hann starfaði áður en hann fór á þing, kæri Þorsteinn sig um það. Sem hann greinilega gerir ekki. Viðbrögð Þorsteins komu flatt upp á forystu flokksins og hafa sett áform um að jafna kynjaskiptingu í uppnám; ráðgert var að þrjár konur skipi oddvitasæti flokksins fyrir komandi kosningar. Einn Miðflokksmaður sem Vísir ræddi við lýsir þessu sem þvermóðsku og óvæntum bolabrögðum af hálfu Þorsteins. Formaður uppstillinganefndar er Guðlaugur Sverrisson en Vísi tókst ekki að ná tali af honum. Það sem er á milli þeirra Sigmundar er á milli þeirra Sigmundar (Uppfært 14:55) Þorsteinn sjálfur segist ekki geta lagt mat á það hvort menn eru óánægðir með hann; hann geti lítt tjáð sig um það. En Miðflokkurinn sé lýðræðisfylking og það hafi menn verið að nýta sér. „Ég á stuðningsmenn. Þeir voru ekki ánægðir með minn hlut og létu það í ljós á lýðræðislegum vettvangi. Það mun finnast farsæl lausn á þessu og við munum koma sterkari út úr þessu en áður. Sameinuð og allt í góðu.“ Þorsteinn segist spurður um hvort hann hafi rætt þessa stöðu við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson að þeir ræði oft saman og það sem þeir ræði sé þeirra á milli. En þú vilt ekki meina að þú sért með þessu að bregða fæti fyrir flokkinn í komandi kosningum? „Alls ekki. Stefnumál Miðflokksins eru ekki enn komin til umræðu en ég held að við munum koma mörgum á óvart með okkar kosningamálum. Þar munum við færa fram þessa djörfu skynsemishyggju sem við erum þekkt fyrir. Ég get ekki beðið eftir því að tala fyrir því, ég veit að það mun veita okkur gott brautargengi.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. 16. júlí 2021 06:50